Fiel-Frodo

Monday, August 14, 2006

Sneypuleg jarðaför

Vegna fjölda áskoranna hefur Fiel-Frodo og fylgifiskur hans ákveðið að endurlífga bloggfærslurnar.

Hér kemur sönn saga af Lizu frænku í Danaveldi!

Líza ömmusystir átti margar vinkonur flestum hafði hún kynnst þegar hún var ung ekkja með tvö börn og margar úr vinkvennhópnum í svipaðri stöðu á árunum eftir seinni heimstyrjöldina. Þær voru duglegar að halda hópinn og brölluðu ýmislegt saman eins og góðra kvenna hópur gerir gjarnan.

Árin liðu og þær voru allt í einu orðnar rígfullorðnar. Dag einn lést ein úr hópnum, hún var ekkja eins og flestar þeirra og þær ákváðu að heiðra minningu hinnar látnu á virðulegan máta.

Af þessu sorglega tilefni fóru þær í eina af bestu blómaverzlun Kaupmannahafnar til að panta stóran og fallegan blómakrans.

Þar hittu þær fyrir ungan og myndarlegan mann sem vildi allt fyrir þær gera. Það varð dálítil reikistefna um hvað ætti að rita á borðann og loksins eftir miklar umræður komust þær að sameiginlegri niðurstöðu og tjáðu unga myndarlega manninum óskir sínar.

Á borðanum átti að standa Hvíl í friði á báðum borðunum og ef það væri pláss fyrir
Meiri letrun þá átti að standa Hittumst á himnum 

Eitthvað hefur ungi myndalegi herrann misskilið þær eða verði svona mikill húmoristi. Því þegar þessar prúðbúnu rígfullorðnu konur mættu á jarðaförina þá blasti við þeim risastór blómakrans beint fyrir framan kistuna og blasti áletrunin við kirkjugestum og á borðunum stóð !

“Hvil i fred på begge enden, möddes in himel hvis der er plas”


Vesalings Liza ömmusystir og vinkonur hennar sátu á fremsta bekk niðurlútar og skömmustulegar og hugsuðu unga myndarlega manninum í blómabúðinni þegjandi þörfina.

Það tók Claus frænda uþb klukkustund að segja okkur hér heima frá þessu einhverja hluta vegna þá hló hann svo mikið að hann átti bágt með mál.