Fiel-Frodo

Tuesday, August 22, 2006

Sent frá litla landsímamanninum

Þetta eru sannar spurningar úr þjónustuveri Landssímans...


1. Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt númer?

2. Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!

3. Ég er að fara til USA á morgun, og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka.

4. Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá?

5. Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna?

6. Hvað á þetta að þýða að loka símanum. Ég gerði allt upp hjá ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.

7. Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því fyrir mig? (ADSL)

8. Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!


Eins gott að vanda málfarið sitt þegar hringt er í þjónustuver símans ;-)

Af okkur Fiel-Frodo er allt gott að frétta. Fórum og skoðuðum Þingvelli í blíðunni sl sunnudag. Bæði Frodo og litli Ópel höfðu mestan áhuga á Öxará og skemmtu sé vel við að vaða og sækja bolta, báðir jafn viljugir.

Við gerðum síðan árangurslitla tilraun til að týna bláber en þau voru í feluleik þannig að lítið var týnt og heimþráin gerði vart við sig enda vita allir sem heila hafa að norðurlandið er þakið bláum berjum frá fjöru til fjalla og ekki þarf einu sinni að týna berin samkvæmt nýjustu fréttum heldur hoppa þau sjálfkrafa upp í fötur og mál.

Skólinn hjá litla Ópel byrjar í daga með tilheyrandi viðkomu í bókarverzlunn a la örtröð. Þar að auki átti þessi ræfill tíma hjá tannlækni og menntskælingurinn einnig, en þar sem litli ópel er illa haldinn af eyrnarsýkingu og hálsbólgu þá sleppur hann við tannsa en verður gefið verkjalyf og mætt á skólasetningu. Menntsælingurinn slapp ekki jafn vel, Frakklandsfarinn tók að sé að koma henni til tannlæknir og þar að auki auglæknirs líka og skemmri skírn á Strætó frá MH.
Unglingarnir eru einnig að undirbúa sína skólagöngu annar fer í menntaskóla úti á landsbyggðinni og hinn unglingurinn fer til Frakkklands þann 31 nk. og kemur heim að ári!!! Það er því duggulítill kvíðið og spenna hér heima.

Frakklandsfarinn er ekki búin að fá fjölskyldu og það eitt er 100% ávísun á stress hjá múttunni, frakklandsfarinn tekur þessu með ró. Reyndar fauk í hana í gær. Málið var það að hún fékk gríðalega flotta og fína myndavél í afmælisgjöf og 1gb minniskort osv frá fjölskyldunni. Nema hvað ekki var hægt að setja minniskort í vélina og haft var því samband við söluaðila, þaðan var haldið með vélina í viðgerð og hún send út. Sagt var að vélin yrði komin til landsins eftir 2 vikur hámark 3. Liðnar eru ríflega 3 vikur og vélin ókomin. Afskaplega fúlyrtur viðgerðarþjónustuaðilli tilkynnti henni það í gær að "Hún ætti bara að vona það besta" #$%%$$$%%$ Blessaður Frakklandsfarinn er nefnilega að útbúa albúm af fjölskyldunni, landi og þjóð til að sýna tilvonandi fjölskyldu sini og til kynningar á Íslandi á kynningarfundum. Af þessu tilefni hringdi frú Ópel fúl í söluaðila/umboðsaðila og sagði farir sínar ekki sléttar. Á von á að innkaupastjórinn hringi og greiði úr málum (bið um kraftarverk)

Var að fá þær skemmtilegu fréttir að tilteknir aðilar vilja greiða fyrir mig áfanga í bókfræslu enda búnir að nýta mína þjónustu í þeim efnum í að verða 6 ár án greiðslu ákvað því að kanna hvort laust sé enn i ensku og lögfræði og vonandi nær maður að nýta sé sambönd innan skólakerfisins eins og stundum áður.

Meira seinna góðar stundir. Ópel og Frodo