Fiel-Frodo

Friday, January 06, 2006

Sólaryndi og unaður

Er orðið yfir Kanaríeyjar ferð fjölskyldunnar :-) Sólskin og blíða alla daga nema fyrsta daginn. Á aðfangadag lágum við í sólbaði til klukkan 5 þá var lullað inn og lagt sig, snætt hangikjét um kveldið og haft kósí. Við vorum ákaflega heppin með gististað öll aðstaða fyrir börn til fyrirmyndar. Tennisvöllur (mjög skemmtilegt)minigolf og mín fór nottla holu í höggi en húsbóndinn neitað mér um bíl í verðlaun he he. Góð skemmtidagskrá og fleira og fleira.
Karlarnir voru fjótir að leiga kraft miklar vestpur og það var gaman að þvælast út um koppagrundir á þeim. Eitt kveldið fóru þeir með eldri unglinginn upp í dal og þar var kolbikasvart myrkur og svo unglingurinn fékk að njóta þess í fyrsta skipti á sinni ævi að sjá stjörnur himinsins.
Oftar en ekki var spilað á kveldin og hjóp þá kapp í suma. Svo var nottla farið út að borða eins oft og hægt var, mikið svakalega var notlegt að sleppa við eldamennskuna.Mæli með stað sem heitir OK og er rekin af íslenskri konu, frábær matur og þjónusta.
Litli Ópel eignaðist vin strax annan daginn og það kom í ljós að sá vinur býr í næstu götu hér heima hið besta mál og vonandi helst vinaátta þeirra áfram.
Yngri unglingurinn varð svo 15 ára á aðfangadag og fékk leyfi hjá mér til að fá naflalokk henni til mikillar gleði.
Það var nottla farið í sundlaugargarð, litli Ópel fór í tvo dýragarða og margt fleira gert sér til skemmtunnar en upp úr stendur samvera fjölskyldunar.
Er ákveðin í að fara aftur seinna og taka á stóra mínum þ.s flughræðslunni og fara til Afríku og þyrluflug það verður mín áskorun.

Þetta er bugalowið sem við gistum á

Gleðilegt ár. Kv Ópel