Fiel-Frodo

Saturday, January 07, 2006

Frodo saga Víðförla

Áður en lagt var í sólaferðina þurfti að gera ýmsar ráðstafanir með Fiel-Frodo.
1. Kaupa búa sem rúmar 30 eðalhund
2. Búrvenja
3. Heimsækja Dr. Dýra og fá róandi lyf
4. Þerra tár hundeigandans.

Þetta gekk allt eins og í góðri sögu, þegar kallað var út í flug, þá hringdi téður eigandi í 16 skiptið til heitt elskaðrar systur sinnar, til að tékka á Frodo sínum. Einhver grunur læddist að eigandanum og sá grunur var staðfestur við heim komu Fiels-Frodo. Sjá með fylgjandi bréf sem kom með honum að norðan heiða.Fiel-Frodo

Dagur 1.
Kæra Ópel. Þakka þér fyrir þessa yndislegu gleði gjöf sem þessi svart hvíti moli er.
Hann lét svo sannarlega vita af sér.

Dagur 2.
Kæra Ópel. Mikilir faganaðar fundir urðu á milli gullmolanna tveggja. Kossar, knús og flan sem endaði reyndar með heiðarlegri tilraun til að verða síamstvíburar. Fjölskyldan brást snökkt við og aðskildi þá öllum til mikills léttis, hér um bil ómeiddum.

Dagur 3.
Kæra Ópel. Dýralæknirinn sagði að unginn þinn væri of feitur, of latur og með alltof mikið af hárum. Ég sagði þetta sönnun á hversu mikið hann væri elskaður. En það var reyndar hinn sem var slasaður. Eftir pot og þukl voru þeir sendir heim og sagt að það þyrfti að taka ólarnar af þeim þegar þeir væru innni.

Dagur 4.
Kæra Ópel. Nú upphófst jólastressið, nei ég meina jólagleðin. Dísin kom og sótti öll fjölskyldan hana út á flugvöll. Reydar gekk það stórslysalaust fyrir sig, nema annar hundurinn ættlaði yfir jeppann í fagnaðarlátunum.

Dagur 5.
Kæra Ópel. Takk fyrir að senda þennan engil og láttu þér ekki bregða þó hann láti alllan jólapapír hverfa........

Dagur 6.
Kæra Ópel. Jólailmurinn fór um allt og fengur allir hnífapör og servéttur. Litla frænda fannst það eitthvað skrítið að ég skildi setja hnífapör og servéttur á gólfið en það eru bara einu sinni jól....

Dagur 7.
Kæra Ópel Pakkagleðin þekkist hjá börnum en bíddu bara það jafnast ekkert á við gleði sem skein úr og heyrðist frá gullmolunum.
Mesta gleðin olli ýlubolltarnir, fjölskyldunni til mikillar mæðu.

Dagur 8.
Kæra Ópel. Mér finnst fólk horfa undarlega á mig þegar ég fór á rúmtinn, kemst ekki úr fyrsta gír með tvo gullmola í framsætinu

Dagur 9.
Kæra Ópel. Takk fyrir lyfin þau komu sér vel fyrir mig,,,já og molunum líður vel líka.....

Dagur 10-13
Kæra Ópel. Hesthúsavinnan þar sem hvolpur snéri á molana lét þá hlaupa á eftir sér og þinn hundur fór þá í rekstur. Ég held að hann sé borgarhundur. Hann er með allar hreyfingar og stellingar skoska fjárhundsins en rekur bara bíla

Dagur. 14-17
Kæra Ópel. Hundurinn þinn heypur, þegir, sefur, syndir,grýpur, og skilar bolta, skítur í garð nágrannans og fl.
Hvað höfum við gert til að eiga þetta skilið?????????????????????

Friday, January 06, 2006

Sólaryndi og unaður

Er orðið yfir Kanaríeyjar ferð fjölskyldunnar :-) Sólskin og blíða alla daga nema fyrsta daginn. Á aðfangadag lágum við í sólbaði til klukkan 5 þá var lullað inn og lagt sig, snætt hangikjét um kveldið og haft kósí. Við vorum ákaflega heppin með gististað öll aðstaða fyrir börn til fyrirmyndar. Tennisvöllur (mjög skemmtilegt)minigolf og mín fór nottla holu í höggi en húsbóndinn neitað mér um bíl í verðlaun he he. Góð skemmtidagskrá og fleira og fleira.
Karlarnir voru fjótir að leiga kraft miklar vestpur og það var gaman að þvælast út um koppagrundir á þeim. Eitt kveldið fóru þeir með eldri unglinginn upp í dal og þar var kolbikasvart myrkur og svo unglingurinn fékk að njóta þess í fyrsta skipti á sinni ævi að sjá stjörnur himinsins.
Oftar en ekki var spilað á kveldin og hjóp þá kapp í suma. Svo var nottla farið út að borða eins oft og hægt var, mikið svakalega var notlegt að sleppa við eldamennskuna.Mæli með stað sem heitir OK og er rekin af íslenskri konu, frábær matur og þjónusta.
Litli Ópel eignaðist vin strax annan daginn og það kom í ljós að sá vinur býr í næstu götu hér heima hið besta mál og vonandi helst vinaátta þeirra áfram.
Yngri unglingurinn varð svo 15 ára á aðfangadag og fékk leyfi hjá mér til að fá naflalokk henni til mikillar gleði.
Það var nottla farið í sundlaugargarð, litli Ópel fór í tvo dýragarða og margt fleira gert sér til skemmtunnar en upp úr stendur samvera fjölskyldunar.
Er ákveðin í að fara aftur seinna og taka á stóra mínum þ.s flughræðslunni og fara til Afríku og þyrluflug það verður mín áskorun.

Þetta er bugalowið sem við gistum á

Gleðilegt ár. Kv Ópel