Fiel-Frodo

Sunday, December 18, 2005

Sól, sól og enn meiri sól... vonandi

Núna er ekki nema sólahringur þar til næstum öll fjölskyldan mætir út á Keflavíkur flugvöll og flýgur út á vit ævintýranna. Frumburðurinn kemur þó út fyrir jól en honum seinkar vegna prófanna í HÍ, ég vorkenni honum svakalega. Liggja yfir skruddum niður í Odda og því ætla múttan ég að elda hamborgarhrygg og ris a la mandla í kveld svo hann fái þó eina staðgóða máltíð fyrir próf.....(eins gott að afi hans lesi þetta ekki)
Það eru fleiri sem ég finn til með... Frodo fær nefnileg ekki að koma með. Yfirdýralæknir var með leiðindi og röflaði um sóttvarnir og slíkt þannig að ég hætti við að taka hann með. Þess í stað fær Frodo að fara til Akureyrar og dvelja hjá Hrappi besta vini sínum yfir jóla og áramót.
Þetta er búið að kosta töluverða vinnu og fjámuni. Fyrst af öllu þurfti að kaupa búr (var búin að ath um leigu og það kostaði 7000kr en nýtt búr af landsbyggðinni (Hafnafirði) kostaði 10.000.
Það gekk vel að búrvenja litla Ópel sem var fljótur inn í búrið með námuvasaljó, kodda, teppi og syrpur.
Einmitt þegar litli ópel hafði komið sér vel fyrir og lokað búrinu og læst kom nágranni minn og knúði á dyr. Ég og Frodo fórum til dyra, eftir svolitla stund þá lagðist Frodo niður og sofnaði: Þá heyrðist kallað hátt: Mamma, mamma heyptu mér út úr búrinu gerðu það!!! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágranna mínum þegar hún leita á hundinn, búrið og mig til skiptis he he og ekki hvarlaði að mér að útskýra að pilturinn gæti opnað búrið sjálfur. Takk Pralov og Anna Jóna :-)
Núna er Frodo líka orðin búrvanur og heypur inn í búrið um leið og ég segi INN þetta gerir hann fyrir lifrarpylsubita :-)
Ég fór með hann upp á Dýraspítala bæði til að fá róandi og láta klippa klærnar, það gekk vel. Vinurinn er bara rétt rúm 30 kg ! ég vona að hann sé hættur að stækka,,,,,


Eins og vanalega er ég illa haldin af flugþreytu hún lýsir sér þannig að ég á afar bágt með svefn í ca viku fyrir flug :-(
Jæja best að fara pakka niður og muna eftir sænginni, vegabréfinu og þess háttar dóti vonandi fer ekki fyrir mér eins og manninum sem sem sagði við konuna sína í Leifstöð. Það vildi ég Gunna mín að píanóið væri hér! Af hverju Jón minn: Jú farseðlarnir eru ofan á því he he

Aðeins að deyfingunum þá gekk þetta ekki nógu vel þannig að ég fór aftur og líður ljómandi vel jibbí

Læt fylgja hér með texta af uppáhaldsjóla lagi mínu, segi ykkur kannski seinna af hverjJólagjöfin mín í ár
Ekki metin er til fjár
Ef þú bara vildir hana af mér þiggja
Jólagjöfin er ég sjálf
Hvorki að hluta til né hálf
Mína framtíð vil ég
með þér einum tryggja
Jólagjöfin er ég

Þegar jólastjarnan skín,
Skín hún líka inn til mín
Og sú stjarna hefur svarað mínum bænum
Ég vil líka gefa þér
Sálina úr sjálfum mér
Og ef viltu mig þá
veistu að ég er hér

Jólagjöfin er ég og þú
Það er sælla að gefa en þiggja
Þú vilt mig
Ég og þú,
Er ég hugsa mér þig, því ég gat ekki stillt mig
Ég og þú,
Því að unað og kærleik þú ein getur fyllt mig
Ég og þú,
Erum ætluð hvort öðru og því getur enginn neitt breytt

Jólagjöfin mín í ár
Ekki metin er til fjár
Jólastjarnan hefur svarað mínum bænum
Ég vil líka gefa þér
sálina úr sjálfum mér
Og ef viltu mig þá veistu hvar ég er
Jólagjöfin er ég og þú ...

Gleðileg jól. Ópel og Frodo