Fiel-Frodo

Tuesday, November 29, 2005

Loksins

Eftir mikla leita og vesen þá komst ég loks í deyfingu í morgun. Ef til vill hefur það haft sitt að segja að hringdi oft meira að segja mjög oft. Bauðst meira að segja til að greiða fyrir prívat og persónulega utan TR. Á fimmtudaginn síðasta fékk ég sms um að ég kæmist að í deyfingu 29/11. klukkan 9:00. Er sem sagt búin að fara og þetta gekk þokkalega ekki meira en það, en vonandi verður árangurinn góður. Ég er nefnileg með skrið á hryggjalið á ákaflega leiðinlegum stað í mjóbakinu. Blessaður hryggjaliðurinn er gengin út um tæpan 1 cm og snúin þannig að hann þrýstir á taugaræturnar niður í fætur. Vegna þess er það hvers manns færi að deyfa enda stutt inn á mænuna. En blessuðum Dr. Deyfingu tókst það þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum við að koma nálunum á sinn stað. Núna er árangurinn undir mér komin, hafa hægt um sig, ekkert bukt eða bakbeygjur.
Náði mér í bækur á safnið í gær og keypti mér yndislega mjúkar flónelsnáttbúxur, slíkt á ákaflega vel við mig núna.
Er mikið að spá í DNA heilun það amar mig nefnilega fleira er blessað skriðið, í þokkabót þá er ég með þrjá samfallna hryggjaliðim í brjóstbaki og ofan á samfallinu trjónir brjósklos. Slit og slitgikt háir síðan hálsliðunum með tilheyrandi höfuðverkjum og þess háttar góðgæti.
Því bíð ég mig fram sem tilraunadýr í DNA heilun á nýjum stofnfrumum og pannta eitt stykki nýjan hrygg ég meina það er nú ekki svo mikið eða hvað?
Eða kannski ég láti bara deyfa hálsliðina með hinu næst .-)

Wednesday, November 16, 2005

Hvers konar tröll er þú?

Stal þessu af þræðinum hans Andra Vals.

Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun

Monday, November 07, 2005

2 ÁRA í dag

Hann Frodo er 2ára í dag. Orðin fullorðin hundur þessi elska.

Einstakur er orð
sem notað er til að lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða Frodo sem veitir tryggð
og skilyrðislausa ást.
"Einstakur" lýsir Frodo
sem stjórnast af matarást
og aðdáun á mér :-)
"einstakur" er orð
Sem lýsa Frodo.