Fiel-Frodo

Saturday, October 15, 2005

Svo sæt

Eftir foreldrafundi í skólanum (þurfti bara að fara á tvo jibbbí) þá mín i klippingu og svo átti annað hvort að setja nokkrar strípur eða pínulítið permanett í lokkana. Eftir hræðilega reynsu um árið þegar léleg hárgreiðsludama skolaði ekki nógu vel efnin úr hárinu og ég endaði með því að vera með sítt hár en jafnframt rökuð upp í hnakka og greitt yfir skallan þá tók ég þá viturlega ákvörðun að fara aldrei aftur í permanett. Nema hvað fyrir rétt um ári var ég að kvarta við hárgreiðsludömuna mína (ekki sú sama) að eftir vanstafsemi í skjaldkrilinum og krabbann þá væri hárið svo dautt, ég notað allskyns efni og blési það en eftir uþb 10 mín þá félli það líflaust niður. Hún kunni sko gott ráð við því permó og ekki neinar smá spólur heldur alvöru rúllur grófar og fínar. Jæja ég lét til leiðast og var ekki fyrir vonbrygðum loksins var hárið viðráðanlegt.

Svo leið ár og ég mæti aftur í permó, nema hvað óvart þá setti hárgreiðsludaman ekki stóru rúllurnar heldur litlar spólur þannig að ég er eins og fagurt lamb he he. Ég hló mig máttlausa þegar ég leit í spegilinn bað hana endilega að blása niður helminginn af hárinu og leyfa hinum helmingnum að lokkast af vild, því bóndinn minn var væntanlegur á hverri stundu. Blessuð konan var alveg í rusli og fannst þetta ekkert fynndið hún ruglaðist sem sé á stóru bleiku rúllunum og bleiku spólunum. Svo datt henni það snallræði í hug að ég kæmi í blástur á hverjum morgni!!! Nei hei sagði ég: Ég vakna aldrei fyrir hádegi Í alvöru spurði hún. Nei auðvitað var ég að grínast. Þannig að á næstu vikum þá verður mín annað hvort eins og fallegt vegbarið lamb eða stendur í ströngu með sléttujárn og blása.
Það eina sem mér fannst virkilega leiðinlegt var hversu nærri sér hárgreiðsludaman mín tók þessu. Í alvöru öllum getur orðið á mistök og blessað hárið vex aftur og það er ekki eins og ég hafi misst það þó svo það hafi vissulega styst í annan endann he he.
Ég á tíma eftir rúma viku og þá verða strípur settar í hárið :-)

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar vinkona mín fékk mig til að leyfa sér að tattúera varirnar mínar með jurtalit, þegar ég koma heim með bólgnar varir þá spurði bóndinn minn mig: Hvernig datt þér þetta í hug ? Æ þetta er bara andiltið á mér. Svo er þetta jurtalitur sem á að hverfa á einu til tveim árum. Núna fimm árum seinna er liturinn enn jafn skír og flottur.

Kveðja Ópel-Safíra alltaf jafn sæt

P.s Allar stafsetningarvillur eru mínar

Friday, October 07, 2005

Klukkuð eða klikkuð slíkt er matsatriði

Það voru þær Veiga og Kibba sem eiga sök á því að púlsinn minn fer úr 10 slögum á mín upp í 60 slög. Góður árangur hjá þeim stöllum :-)

Síðustu vikur hafa farið í læknaheimsóknir, rannsóknir og fleiru því tengdu gaman gaman bæði hef ég sjálf staði í þessu fjöri og hluti af börnunum. Meðal annars fór ég til Dr. Krabba og jibbí ég fékk góða skoðun og á að koma aftur eftir 6 mánuði. Engu að síður vill hann senda mig í heilsu-bælið í Hveragerði. Hvort af þeirri dvöl verður á fyrirhuguðum tíma er mikið vafarmál vegna veikinda hjá börnunum. Ég hitti Frú Gróu frá Leiti í Bónus um daginn. Frú Gróu kannast ég við síðan við bjuggum báðar í norðlenskum bæ. Þessi hittingur átti sér stað í ísköldum kælir Bónus. Hún: Nei blessuð. Ég hemm já sæl. Hún: Hvart ertu að vinna? Ég er heimavinnandi. Hún: Nú og dregur andan djúpt er ekki það yngsta orðinn 8 eða 9 ára????????????????? Ég: ha jú jú. Hún: Gengur að mér og klappar mér hraustlega og segir svo það glymur yfir búðina. Já það er bara "ríkt fólk" sem hefur efni á þessu!!!!!!!!!!!!! sagði Gróa og gekk síðan hratt á brott. Þessi elska hefur ekkert breyst síðan 17 hudruð og súrkál.

En að klukkinu ef ég hef lesið rétt þá á ég að gefa upp fimm staðreyndir um mig.

1. Á mínum yngri árum var ég staðráðinn í að verða Brúarverkfræðingur og ferðast um allan heiminn vegna þessa starfa. Eins ætlaði ég aldrei að giftast né eignast börn.
2. Ég er búin að vera gift og með sama manninum í 23 ár og á 4 börn.
3. Ég er bókarormur, súkkulaði og kaffifíkill. Eins er ég háð ákveðinni gerð af vindlingum sem nb er stefnt að afeitrun á Heilsu-bælinu í Hveragerði.
4. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að spila bridds, og taka þátt í stjórnmálum. Góður og skemmtilegur félagskapur er ómissandi hluti að tilverunni.
5. Mér leiðist að elda mat, og vinna heimilsstörfin þrátt fyrir að það sé aðalvinnan mín. Ég stefni á nám þegar aðstæður í fjölskyldunni bjóða upp á það og eins er það einbeit stefna mín að venja heimilislæknirinn minn af þeim ósóma að kalla okkur The Adamsfamily!