Fiel-Frodo

Sunday, August 07, 2005

Nú er úti verður vont

Gengur á með grenjandi rigningu og roki, hvað er þá betra en kúra upp í rúmi með lappann í kjötunni og cilla sér. Yngismærin var sótt á Keflavíkurflugvöll um miðnætti í gærkveldið. Í fríhöfninni keypti þessi elska eitt kíló af rommkúlum handa mömmu sinni og göngumælir handa pabba sínum :-) Mætti álíta að hún þekkti sitt heimafólk. Dvölin í Englandi var góð, námið gekk vonum framar, en maturinn vondur að hennar sögn og hún ætlar sko aftur á næsta ári, helst líka til Ítalíu. Ætli það hafi verið sætir ítalskir sveinar á herrasetrinu ?
Skólastýra Kings-school hringdi hingað þegar London ferðin var plönuð. Til þess að fá staðfestingu að yngismærin mætti fara með. Ég viðkenni að það var með hálfum hug sem við samþykktum þá skoðunarferð enda óskemmtilegar fregnir frá London á þeim tíma. Hins vegar fóru nemendurnir í rútum á vegnum skólans og öryggisgæslan var mikil. Það var ekki stoppað við hefðbundna ferðamannastaði eins og venja er til eins Big Ben og fleiri slíka staði.

það er býsna dýrt að leyfa unglingunum að fara í málaskóla, en hverrar krónu virði. Það sem mér finnst albest er hversu mörgum öðrum unglingum þau kynnast frá öllum heimsálfum og eykur það víðsýni þeirra og þekkingu á menningu annara landa. Eldri unglingurinn fór bæði í fyrra og hittifyrra í málaskóla og hafði mikið gagn og gaman af. Sú yngri ætlar að sjálfsögðu aftur og langar einnig að læra ítölsku. Hver veit nema ég láti minn eigin draum rætast og fari sjálf :-)

Auglýsi hér með eftir húsnæð og kennslu í Bretaveldi á sumrikomandi :-)