Slapp í gegn
Jibbbí ég slapp í geng: hrópaði yngri gelgjan þegar hún komst í gengum hliðið á Keflavíkurflugvelli :-) Hverning henni gekk að fóta sig á Hítró hef ég ekki glóru um, veit það bara samkvæmt sms að taxinn sem sótti námsmeyjarnar væri "loðinn" að innan og þær hefðu fengið "gegg" sæti í flugvélinni (þær sátu á Saga-klass. Tilgangur ferðar geljunnar minnar er sem sé að nema ensku, ég var ekki mjög hrifin þegar hún hringdi og sagði að þær stöllur hefðu sko fengið að vera saman í herbergi, lítið mál að giska hvað tungu þær tala. Eldri gelgjan fór í þennan sama skóla í fyrra og hittifyrra og þá giltu strangar reglur um herbergjaskipan. Hún eignaðist góða vinkonur frá Ísrael,Japan,Póllandi og fleiri stöðu og það sama vildi ég að sú yngir fengi, ekki síst til að æfa enskuna enda það stæðsti hluti af ferðinni.
Þessi elska tjáði mér í sama símtali að kastalinn væri "leim" fullt af kóngulóavefjum :-) ekki skrítið miðað við hitann sem hefur verið í Suður-Englandi undanfarið. Hún var reyndar stödd í Bath þegar hún hringdi og uppfræddi sína gömlu múttu að þetta væri líklega rosagamall staður!!!
Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar gelgjan tekur upp úr töskunni, í það minnsta vantar mig og eldri gelgjunni ýmsa hluti, ættli þeir komi ekki í ljós eftr 3vikur. Vona bara að skvísan hafi munað eftir að kaupa daglinsur og pakka strax niður gleraugunum, sú ósk er af marggefnu tilefni.
Viss um að það "ýkt gaman" Kv Ópel og Frodo