Fiel-Frodo

Sunday, July 17, 2005

Slapp í gegn

Jibbbí ég slapp í geng: hrópaði yngri gelgjan þegar hún komst í gengum hliðið á Keflavíkurflugvelli :-) Hverning henni gekk að fóta sig á Hítró hef ég ekki glóru um, veit það bara samkvæmt sms að taxinn sem sótti námsmeyjarnar væri "loðinn" að innan og þær hefðu fengið "gegg" sæti í flugvélinni (þær sátu á Saga-klass. Tilgangur ferðar geljunnar minnar er sem sé að nema ensku, ég var ekki mjög hrifin þegar hún hringdi og sagði að þær stöllur hefðu sko fengið að vera saman í herbergi, lítið mál að giska hvað tungu þær tala. Eldri gelgjan fór í þennan sama skóla í fyrra og hittifyrra og þá giltu strangar reglur um herbergjaskipan. Hún eignaðist góða vinkonur frá Ísrael,Japan,Póllandi og fleiri stöðu og það sama vildi ég að sú yngir fengi, ekki síst til að æfa enskuna enda það stæðsti hluti af ferðinni.

Þessi elska tjáði mér í sama símtali að kastalinn væri "leim" fullt af kóngulóavefjum :-) ekki skrítið miðað við hitann sem hefur verið í Suður-Englandi undanfarið. Hún var reyndar stödd í Bath þegar hún hringdi og uppfræddi sína gömlu múttu að þetta væri líklega rosagamall staður!!!
Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar gelgjan tekur upp úr töskunni, í það minnsta vantar mig og eldri gelgjunni ýmsa hluti, ættli þeir komi ekki í ljós eftr 3vikur. Vona bara að skvísan hafi munað eftir að kaupa daglinsur og pakka strax niður gleraugunum, sú ósk er af marggefnu tilefni.
Viss um að það "ýkt gaman" Kv Ópel og Frodo

Sunday, July 10, 2005

Glókollur

Það ríkti eftirvænting og spenna í gærmorgun ég og gassinn minn fórum nefnileg að sækja Glókollin í sveitina :-) en þar er hann búin að dvelja í heilar fjórar vikur og að hans sögn var sólskin á hverjum degi, líka þegar við sóttum hann í rigningunni (hmm) Við tók mikið knús og sól í hjarta* Sveitadvölin hafði gengið mjög vel að undanskilinni fyrstu vikunni, þá áttust við heimþráin og ævintýraþrá en sem betur hafði ævintýraþráin betur :-) glókollur hefur nefnilega mannast heilmikið. Ég skrifaði honum bréf í hverri viku sem hann las síðan á hverju kveldi og geymdi þess á milli í buxnavasanum. Það var svolítil áskorun að byrja skrifa venjulegt sendibréf enda nota ég tölvupóst eins og flestir, það er nefnilega heilmikil kúnst að skrifa skemmtilegt sendibréf. Ég man eftir að hafa lesið nokkur bréf sem langafi minn sendi afa minu, þegar afi var við nám í kaupmannahöfn. Bréfin hófust öll á sama upphafsorðinu "Til míns elskaðar sonar" í bréfunum sagði langaafi fréttir af landsmálum, úr sveitinni og ekki síst af ættingjum og vinum. Á námsárunum kyntist afi gullfallegri danskri stúlku sem var að læra hjúkrun á sama spítala og afi var að nema þetta var mormor. Hennar nafn var Agnete, hún var afar sérstök kona á margan hátt. Í trássi við vilja fjölskyldunar fór hún að læra hjúkrun, það var nefnilega búið að fá handa henni pláss í fínasta húsmæðraskóla danaveldis, en mín mormor var sjálfstæð ung kona sem hafði áður brotist gegn vilja fjölskyldunar og fór í sitt nám. Þegar hún var 18 ára gömul þá ákvað var hún trúlofuð prestnema fyrir tilstilli fjölskyldu sinnar eftir eins árs trúlofun sleit hún þessu sambandi og sagði seinna að sér hefði ekkert litist á upprennandi prestinn hann hafi ekki reynt í eitt skipti að kyssa hana hvað þá meira og sig hefði grunað að hann væri hommi en um slíkt mál var aldrei rætt á þessum tíma. Í refsingarskyni var ungfrúin send til Frakklands sem barnfóstra. Að eigin sögn var þetta frábær tími, þarna lærði hún að meta rauðvín,hvítvín og að sjálfsögðu koníak :-) þann sið reyndi hún að kenna okkur systkynum og tókst ágætleg nema ég og koníakið eigum enga samleið. En að bréfaskriftum aftur. Mormor hafði á sínum tíma barnfóstru fyrir mömmu og frænku. Hana Tobbu sem var öðlingskona. Hana langaði til að mennta sig og mormor kom henni í sambönd úti og Tobba fór til Danmörku og giftist þar. Vinskapur mormor og Tobbu hélst óslitin þrátt fyrir að himinn og haf skildu þær að. Í hveri viku skrifuðust þær á. Í nærri 49 ár !!!

Með sendibréfakveðju Ópel-Safíra

Wednesday, July 06, 2005

Hundadagar

Samkvæmt mínu dagatali eru hundadaga byrjaðir fyrir þó nokkru. Hófust þegar Fiel-Frodo ákvað að hafa hamskipti. Síðan þá hefur ryksugna gengið á fullu og það þarf varla að taka fram að það ég en ekki hundurinn sem ryksuga, hann eltir hana bara og bítur í þetta óargadýr..

Ofan á allt þá fórum ég, Frodo og eldri unglingurinn á hundaþvottastöðina. Þar fékk Fiel-Frodo góðan þvott úr shapoo sem kostar bara 1300 kr brúsin og það er mun meira en ég tími að eyða í reyfið á heimilisfólkinu. Þetta gekk þokkalega þar til að við unglingurinn ákváðum að blása feldinn með þar til gerðum Ultra hávaðablásara, þá tók Fiel-Frodo sig til og hoppaði út af þvottaborðinu :-(( fastur í keðju og nú þurfti snör handtök svo hann hengdi sig ekki. Sem betur þá komum við honum upp á borðið aftur og í sárbætur þá keypti ég eina bera pylsu handa honum (unglingurinn fékk ekkert) og renndi upp í Heiðmörk. Þar áttum við góða stund saman :-)
Ég held að ég sé búin að reyna allt til að minnka hárlosið hjá Fiel-Fodo, hann er komin á rándýrt hundafóður, etur þaratöflur og vitamín svo fær hann nottla lýsi.
Gef þessu mánuð í viðbót ef ástandið er ekki skárra þá, verðum við að kíkja til Dr.Dýra og vita hvað hann segir. Jæja bless í bili er að fara busta feldinn annað hvort á mér eða Fiel-Frodo :-)

Saturday, July 02, 2005

Eyðslufyllerí

Átti erindi í bókabúð til að erinda oggulítið, bara að kaupa frímerki :-)
Verslaði óvart Fallega myndskreytta bók sem heitir Eldfærin eftir H.C.Andersen er óttalega svarg fyrir kauða á samt hnaus þykka bók með nánast öllum sögnunum eftir hann, sú bók var gefin út 1946. Jæja þetta voru samt góð kaup og litli Ópel les þá eitthvað annað en Andrés Önd og félaga í sveitinni.
Nú sá ég heila bókaflóru eftir Terry Paratchett: um Esmeöndu og Nanny Ogg og lét freistast: KeyptiThe thid Discworld novel EQUAL RITES og A discwold novel WITCHES ABROAD. Nú sá ég að ég yrði að haska mér í kvelli út úr bókabúðinni og um leið og ég hvíslaði að afgreiðslumanninum áttu 5 frímerki, þá skuttlaði ég 8.000 kr orðabók í hilluna en það dugði ekki til þess í stað endaði ný útkomin kilja eftir Henning Mankell: fimmta konan ofan á bókastaflan á borðinu.

Smá stopp í bókabúðinn til að eyða 250 krónum endaði sem sagt í 6580 duggulítil hækkun á frímerkjum.

Það er því bókahelgi hjá mér og mínum :-)