Fiel-Frodo

Friday, June 24, 2005

Jónsmessuhátíð og hjákona

Það var planið að hr Ópel færi í Jónsmessuhlaupið í Laugardalnum, en beinhimnubólga kom í veg fyrir það. Eftir smá rekistefnu, þá var tekin ákvörun um göngu.

Ég og hr Ópel risum eins og Fönix upp úr sófanum í gærkveldi og heldum upp á Valhúsarhæð. Þar var komin saman dágóður fjöldi og við hlýddum á Þór W. flytja fyrirlestur um hlutverk Seltjarnarnes í seinni heimstyrjöldinni. Áhugaverður og skemmtilegur fræðimaður. Það var ekki laust við að hugurinn reikaði aðeins til Danmörk en bæði langamma og langafi létust vegna hernáms þjóðverja. Eins var ég fyrir stuttu búin að lesa eina af bókum Óttars Svinssonar þegar einn af fossunum var grandað hér í Faxaflóanum.

Við röltum þarna um og Þór fræddi okkur nema hvað við hittum skemmtilegan fv vinnufélaga hr Ópels og hann slóst í för með okkur og Frodo. Við gengum inn í garð
"Skúla" og sáum þar stríðsmynjar. Síðan röltum við aftur upp hæðina og ég tylli mér á gamla vegginn nema hvað það sest mér við hlið myndarlegur maður og vel klæddur, ákaflega þóttlegur á svip. Upp hæðina staulast 3 gamlar konur og ein þeirra þekkti greinilega þann þóttlega. Hún horfir á mig og brosir sínu blíðasta og auðvita stóðst ég ekki brosið og brosi á móti hringinn. Þá segir sú gamla með mikilli velþóknun í rómi: Svo þetta er konan þín ? Þá kom ljóti púkinn upp í mér og ég svar hátt og skýrt Nei ég er bara hjákonan hans ! það kemur furðusvipur á andlitin og ég bæti við hemm ég þekki hann ekkert sit bara við hjá honum.

Ég var allt í einu dregin í burt af hr Ópel, Frodo og fv vinnufélaganum og þeir skellihlógu. Nú trílaði hópurinn út að Gróttu og þar voru sko alvöruveitingar í boði hitaveitu Seltjarnanes. Hákall,brennivín,harðfiskur og safafernur handa ungviðinu og mér. Þarna eignaðist Frodo fullt að vinum og vinkonum sem báru í hann harðfisk sem hann át af mikilli nautn :-) Eftir að hafa staupað sig og fleiri þá rásaði hópurinn í fjöruna og þar beið bálköstur og nikkuspilerí. Takk fyrir okkur Seltjananesbær

Með harðfiskavoff voff Fiel-Frodo og Ópel

Wednesday, June 22, 2005

Fjarlæðin gerir fjöllin blá og mömmu góða

Síminn hringir og ég svara: Lítil mjóróma rödd segir Mamma þetta gengur ekki ! Hvað gengur ekki ástin mín svara ég: Pabbi sagði ég ætti eftir að vera 3 vikur í sveitinni, getur þú ekki sótt mig eftir "viku" nú segi ég ertu með mömmu&pabba þrá ? Já svarar sá stutti. Nú hófst lýsing á heimalingunm sagan af þeim breyttist í óða bitvarga þar til ég sagði með þjósti Ég skal sko tala við hana Guðrúnu. Nei nei segir sá stutti þeir narta bara í mig oggulítið. Smá þögn svo kom hvísl mamma ég elska þig, bless það er komið kaffitími. Ég sat eftir og góndi út í lofti huxaði með mér voðalega erum við vond við þann stutta, ætti ég að renna eftir honum strax. Áhvað að bíða fram á kveld og tala við Guðrúnu. Í ljós kom að sá stutti þjáðist af heimþrá hafði þó lagast mikið eftir að sá misskilningur að hann yrði í sveitinni í 1 mánuð en ekki eitt ár!!!!!!!!! Í ljós kom líka að sá stutti hafði farið í leyniferð og hringt heim (ég var bara stolt af honum) Í trúnaðar spjalli við Guðrúnu sagði hann henni frá því að heima væri mamma alltaf heima alla daga og gerði ekkert annað en að huxa um "hann"
Ég ætla því að njóta þess að eiga frí siðblind og samviskulau yfir hádaginn, viðkenni það fúslega að það kemur upp söknuður á kvöldin það vantar nefnilega bjartan koll á kodda með sólbakaðar kinnar og himinbláaugu.

Kv Ópel og Frodo voff voff

Friday, June 17, 2005

Sigur

Þá er málaferlunum lokið að fullu. Í gær var uppkveðin dómur á æðstadómstigi og við unnum fullnaðar sigur. Hæstiréttur staðfesti héraðsdómsins en þarna var reyndar um fordæmismál um að ræða vegna þess að það hefur aldrei fyrr verið dæmt eftir þessum lögum fyrr.
Það var skrítið að hlýða á málflutnig stefnandi og stefndu (okkar) Lögmaður stefnanda hafði varla byrjað málflutning sinn þegar einn af dómurunum byrjaði að spyrja og voru hans spurningar gríðalega málefnalegar og ákveðnar, hann spurði ekki bara lögmann stefnandi heldur og okkar lögfræðing líka.
Þessi dómari var Jón Steinar Gunnlaugsson og satt að segja eftir þessa reynslu þá ber ég mikla virðingu fyrir honum sem dómar.

Mikið er ég þakklát fyrir að þessu er lokið og þakka guði fyrir. En ef maður hefur hreint borð og segir sannleikann þá fara hlutirnir vel. Það var ánægður lögfræðingur sem tók við 3 lítra v.s.o.p konínaki í gær en við höfðu heitið því á hann ef við ynnum. Eins hétum við 20.000 kr á strandakirkju og svei mér þá ég held ég hafi lofað Cesil að koma vestur og vökva he he .
Í gærkveldi og fram eftir nóttu bárust hamingjuóskir og gestir komu færandi hendi. Það sem hefur staðið upp úr og kennt mér mest er hversu dýrmæt vinátta er og ég hálf skammast mín fyrir hvað ég er búin að þyggja og þyggja af öðrum en nú er komin tími til að gefa til baka :-)

kv Ópel einni í þetta sinn, því Frodo fór í Esjugöngu með betri helminginn og yngri unglinginn

Sunday, June 12, 2005

Snæfellsnesið

Við litli Ópel, Hr Ópel og eðalhundurinn Fiel-Frodo lögðum land undir fót og héldum í Borgafjörðinn en þar ætlar litli Ópel að dvelja næstu 4 vikurnar í sveitasælunni. Hann mátti varla vera að því að kveðja mömmu og pabba enda margt sem heillaði unga manninn. Á bænum eru tveir heimalingar og þeir áttu hug hans allan en Fiel-Frodo sem er á stærð við Scheffertík var skíthræddur við þessi kríli he he.
Þar sem báðar gelgjurnar okkar voru á kvöldvakt og við hjónin fráls eins fuglar ákváðum við að skoða Snæfellsnesið og ekki urðum við fyrir vonbrigðum. Þetta var hreint út sagt frábær dagur logn og hlýtt og fegurðin óviðjafnanleg. Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar við komum að Arnstapa þarna blasti við ásjóna Grandvars hátt í hamrabeltinu, og aðeins ofar mátti sjá Pallas Athenu gaman af þessum kynjamyndum fjallanna.
Ekki skemdi fyrir að fá hringingu að norðan um að ný stúdendtinn væri búin að skora á móti Fjölnir og unnu leikinn 1-0.

Á föstudaginn var ég komin með dúndrandi hjartslátt og lág við yfirliði á tíðum af streitu og hætt að geta sofið eða borðað og vöðvabólgan eftir því, hafði samband við nuddengilinn minn og fékk sko gott nudd á líkama og sál. Fæ vonandi tíma aftur á mánudaginn eða þriðjudaginn ekki veitir af. En nú fer að koma að leiðarlokum í "málinu" en ég á von á að það klárist fyrir helgina. Bið góðan guð um að allt fara vel. Svolítið skrítið en á sama tíma í fyrra þá fór ég í uppskurðinn og krabbameinsæxlið fjarðlægt. Allt hefur gengið vel hingað til sem er ómetanlegt.

Kv. Ópel og Frodo