Fiel-Frodo

Tuesday, May 31, 2005

Mig langar og ég þakka

Mig langar í svo ótrúlega margt :-) það fyrsta sem kemur upp í hugann er vatnshelt heyrnartæki reyndar eru þau bara ennþá til svona bakvið eyrutæki en ég nota inní eyratæki þ.s þegar það er í lagi oftast kemst það í lag þ.s tækið mitt með hjálp hans Snæbjörns Blöndal hjá Takk fyrir það.
Mig langar að nýstúdentinn minn í Völsungum fari að skora mörk og sigri.
Mig langar á skriðsundnsnámskeið er að vinna í því að koma Ungfrú Holland með, nú ef einhverju langar með bara hafa samband.
Mig langar að Frodo hætti afbrýðuseminni við einn af unglingunum, en ég þakka skilyrðis lausa ást og tryggð í minn garð.

Mig langar samt mest af öllu að við hjónin vinnum málaferlin sem við stöndum í. Hvort svo verður kemur í ljós innan skamms og vonandi fer þetta á besta veg.

Hvað langar þig í ? og af hverju ? megi óskir þínar rætast :-)

Kv Ópel og Frodo

Sunday, May 29, 2005

Heilsuefling og Unglingaveikinn

Byrjaði í síðustu viku að lulla um með Ungfrú Holland og Frodo í eftirdragi, eða réttara Frekjan Frodo dróg okkur til skiptis. Verðum að fá okkur línuskauta og þrönga glansandi galla. Fór svo x2 í sund enn ungfrú Holland og Frodo fengu ekki inngöngu í sundhöllina :-)
Ég er búin að vera reyna liðka á mér hálsinn og uppsker eins og áður migreni :-(((
óþolndi skolli og ég er lens í hugmyndum. Fór í jóga og ældi af höfuðkvölum eftir hvern tíma svo það brann út.

Við litli Ópel heimsóttum laugarnar í dag, síðan var laaaaaaaaannnnnnngur göngutúr um voginn og lendur Keldna, gríðalega fallegt göngusvæði og ekki spillir lækurinn en báðir mínir guttar hoppuðu og skoppuðu í læknum, fuglalífið og fögur trjágróður Unaðslegt þar til öldruð hjá á 200 hundraðasta aldursárinu komu á pínkulítilli Súkku akandi eftir "göngustígum"

Næst á dagskrá er áfram að lulla með hundinn og síðan í sund. Á fimmtudaginn rennur upp stóra stundinn en þá eigum við Ungfrú Holland tíma í Hreyfingu nánartiltekið í tækjasal með þjálfara :-) Ungfrú Holland panntaði þann sætasta á svæðinu :-)

Kv Ópel og Frodo

Friday, May 27, 2005

Með fiskabein í maganum

Ekki alveg með fiskabein í maganum, en kvíðahnút :-( Er sem sé búin að vera að díla við fröken KVÍÐA í nokkuð langan tíma. Hún kom óboðin og skal yfirgefa þennan malla fyrr eða síða er nefnilega orðið dauðleið á henni. Ein af afleiðingum kvíðans hjá mér var nefnilega ritstífla og þar af leiðandi leið bloggið mitt fyrir.

Það er margt sem hefur gengið á síðan ég skrifaði síðast. Fór í eftilit hjá
Dr. Krabba og Dr. Sónar. Eftir rúma viku bið fékk ég niðurstöðurnar og þær voru góðar jibbí, þarf ekki að mæta aftur fyrr en í ágúst.

Lagði land undir fót og hélt norður í land og hjálpaði stóru systur við undirbúning veisluhalda. Þar fermdist systursonur minn og það var hátíðleg og yndisleg stund í blíðskaparveðri á hvítasunnudag.

Aftur lögðum við land undir fót og aftur norður í land. Nú til að halda veislu til heiðurs frumburðarins. Hann var að útskrifast sem stúdent með litlar 176 einingar og var nottla einingarkongur skólans. Þetta var hreinst út sagt frábær dagur þrátt fyrir snjókommu. Í hádeginu fengum við þær fréttir að okkar kona Ingibjörg Sólrún hefði unnið formannsslaginn og sonurinn búin að skella upp hvítu kollunni þannig að maður brosti bara hringinn, galdraði fram dýrindis matarveislu með hjálp góðra vina.

Ég fékk líka þessa ótrúlegu hringingu af landsfundinum, einhver öskraði í símann við unnum, við unnum Ingibjörg var kosin. Röddin var nánst brostin af geðshræringu he he ég hef ekki enn hugmynd hver var í símanum en gaman væri að vita það. Ég var ánægð með kjörið á varformanninum efast ekki eina mínútu að Ágúst Ólafur á eftir að standa sig vel. Hann er drengur góður og vinnur vel.

Lítill prins leit dagsins ljós þann 18 maí :-)))))) Til hamingju elsku Sóla

Kv Ópel og Frodo