Fiel-Frodo

Tuesday, March 29, 2005

Skil þetta bara ekki

Skil þetta bara ekki sagði tengdamamma: Hvað var málið jú hún fékk flensuskömmina svo bætti hún um betur og sagði: Ég sko fékk síðast flensu 1959 þegar Asíu-Flensan gekk!!! Ég bara skil þetta ekki sagði blessuninn þar sem hún lág með tæplega 40 stiga hita !!! ég varð orðlaus aldrei slíku vant. Rétt í þeim töluðu orðum hringdi mamma en hún er að vinna á sjúkrahúsi nema hvað henni varð tíð rætt um flensuna og sagði það liggur hér ríflega níræð kona sem segist ekkert skilja í þessari flensuskömm hún hafi ekki fengið flensu síðan 1937!!!!
Ég hef komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að þeir sem álíta sig yfir flensur og slíkan kverkaskít hafið fá flensuna sjaldnar en aðrir, sbr dæmin hér að ofnan.

Hr Ópel fékk flensuna bæði hitann, hóstann að ógleymdri skapvonskunni, litli ópel slapp ekki og liggur enn eins og skata og ég er svo samúðarfull að ég tók flensuna honum til samlætis. Nú vantar mig eitthvað gott að lesa var að enda við Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson, búin að lesa Hulduslóðir eftir Lísu Markulund x2 og tæklaði Da Vinci lykillinn einn gang enn. Þá er Borgarbókasafnið næst á dagskrá.

Frodo slapp ekki heldur reyndar fékk hann ekki flensuna þess í stað missti hann það sem er hverjum kralkyni heilagast: Blessaður höfðinginn virðist ekki enn hafa fattað þetta og gengur á eftir öllum tíkum eins og sannur heiðurshundur :-) það þarf sem sé meira til að slá út hans karlmennsku!!!!!!!!!

Friday, March 18, 2005

Kapp er best með forsjá eða hvað!

Fæðingarorlofinu var lokið og komin var að fyrstu vaktinni: Ég arkaði upp á deild vel tímalega enda ætlunin að fá raport. Sú áætlun fór fyrir lítið því deildastjórinn var að fara á fund og sagði við mig um leið og hún týndi saman skjöl: Það er nánast allt óbreytt, nema það hafa bæst við nokkrir með elliglöp !!! Þið verðið að fara í göngu með sjúklingana og muna að láta alla á W.Cið. Við vorum fjórar að vinna á þessari kvöldvakt. Tvær fóru saman til að annast þá sem voru í hjólastól eða rúmliggjandi. Ég fór af stað og leitaði upp sjúkling, sú leit bar góðan árangur. Þarna stóð rígfullorðin karlmaður og virtist ósköp ráðviltur. Ég bauð honum Góðan dag og kynti mig. Svo sagði ég við jæja nú skulum við koma á klósettið vinur. Ég þarf þess nú ekki svaraði hann: Jú jú svaraði ég einbeitt: Tók undir hendi karls og leiddi hann inn á klósettið. Nú skaltu reyna að pissa góurinn sagði ég: Ég held ég þurfi þess ekki svaraði hann og virtist enn ráðvilltari enn áður: Svona við skulum reyna savaraði ég og girti niður um hann og hjálpaði honum að setjast. Ég held ég þurfi ekki að pissa sagði hann einu sinni enn: Þá skrúfaði ég frá kalda vatninu og beið þolinmóð ekkert skéði þannig að lokum þá hjálpaði ég gamla ráðvillta manninum að standa upp og girti upp um hann buxurnar samviskulega.

Um leið og ég opnaði dyrnar þá skaust hann fram á gang og inn í lyftuna og ég flýtti mér á eftir en rétt missti af honum!!! í sömu andrá komu samstartsmenn mínir aðsvífandi og ég spurði hvað heitir gamli maðurinn sem var að fara inn í lyftuna ?
Annað þeirra leit undrandi á mig og sagði: Ég man það ekki, en hann kemur á hverjum degi að heimskækja gamlan sveitunga sem liggur hérna............ Hvers vegna spyrðu?

Ég roðnaði og blánaði og tautaði Æ bara forvitni í mér!!! svo kíkti ég út um gluggann og sá hvar sá gamli skutlaði sér inn í nýlega bifreið og reykspólaði burtu.

Saturday, March 12, 2005

Smitandi sparnaður

Eins og sannur Ítalskur Don hverjar fjölskyldum þá fer ég nokkrum sinnum í viku hverri í Lágvöruverslannir og ber heim í höllina nauðsynjar holdsins. Í vikunni sem er að líða brá svo við eins og öllum er kunnugt að mjólkin var gefin í nafni samkeppninnar. Hvað um það auðvita greip mig mikil sparnaðar syndrom svo bætti ekki úr skák að Fröken Holland þurfti að bregða sér á námskeið og skutlaði tveimur ungum skvísum í mig til gæslu þennan sama dag. Í samráði við litla Ópel ákváðum við að skella okkur í sund sem við og gerðum. Hvað haldi þið það hefur sjaldan verið eins gaman næstum engar konur í sundi en fullt af fjallmyndarlegum karlmönnum brosandi og káta með nokkra krakklakka eins og ég. Eftir fjöruga leiki í vaðlauinni, litlulauginni og innilauginn var haldi til sturtu og. Eftir sturtuna tók við gellurnar smá kennslustund í því hverning á að þurka og þerra kroppalinga nema hvað þarna ég sá að ef ég ætlaði að nota bikini á næstunni þá yrði ég að fara í VAX !!!
Með Sparnað í huga ætlaði ég sko að gera þetta sjálf kommon hversu mikið mál er að VAXA nára.

Hefst nú raunarsagan
1. Vax sem hita má í vatni keypt í næsta apóteki
2. Vaxið hita eftir að ýtarlegan lestur meðfylgjandi bæklings
3. Vaxinu sullað í nárann og hvítar þess tilgerðar ræmur lagðar ofan á
4. Reynt að rífa ræmur+vax af
5. Ekkert gengur
6. Lærin límast saman
7. Ræmurnar festast í lofti, vegg og gólfi.
8. Styrjöld ríkir á baðherberginu
9. Hoppað einbreiðfætt í sjóðheita sturtu
10. Loksins sést í tvo leggi í stað eins
11. Tveggja klukkustunda barátta að baki, en hárinn eru enn í nára
12 Komin með gríðalegan verk í hægri öxlina
13 Sturtað í sig parkódini og einu staupi af Baileys, smá hvíld
14. Lyfhrifjaáhrif
15. Brúnn heftiplástur sóttur, skellt á svæðið og rifið af
16. Undarlegur fjólublá-rauður litur á nára en hverju er ekki sama meðan parkódinið og Bailysið verka.

Þarna sparaði ég mér 3200 krónur geri aðrir betur

Sunday, March 06, 2005

Jafntefli

Ég og litli Ópel fórum að sjá Andra og co í Leika við í höll söngins þ.s þar mun stór söngvarinn þenja gullbarkann innan skams.

Leikurinn endaði o-o þokkaleg útslit þó mar hefði þó vilja sjá Völlara valtra yfir Framara :-)

Kv Ópel sem vantar boðsmiða á tónleika P.D

Frodo viðkenndur hjálparhundur

Á föstudaginn fengum við Fiel-Frodo þá frábæru fréttir að það er búið að viðkenna hann sem "Hjálparhund" Það má sko óska honum til hamingju :-)
Er að auki að læra setja mynd inn og vonandi tekst það, og ef svo verður þá er stefnan tekin á betri og nýrri myndir af kappanum.
Ef þið vitið um góðar slóðir til að vista myndir þá er það vel þegið

Voff Voff Ópel og Frodo