Fiel-Frodo

Tuesday, February 22, 2005

Helgarferð, veikindi og fleira skemmtilegt

Frá því stuttu eftir áramót er búið að ganga á með veikindum hér á heimilinu. Við eru 5 í heimili + Frodo og þessu veikindafargi hefur á engann hátt verið skipt bróður/systurlega okkar á milli því húsbóndinn hefur næstum því sloppið utan eina helgi.
Skrapp ásamt vinkonu minni til Akureyra í helgarferð. Planið var að skemmta sér ærlega og slappa vel af, njóta þess að vera barnlaus cilla sér út í eitt. Ég og ungfrú Holland komum á staðinn seinnipart fimmtudags með flugi. Ég sá um bókun á flugi og lofaði að flogið yrði með Fokker 50 vél Flugfélags Íslands það loforð var uppfyllt að 1/2 leiti.
Á föstudagsmorgunninn vaknaði ég nottla upp með hita og hálsbolgu, eftir það var magnyl og parkódín mínar hækjur í helgarferðinni. Við drifum okkur í upp í Breiðholt sem hesthverfi Akureyringa ætlunnin var að moka og gefa á garðinn. Skella sér síðan á bak. Eftir að hafa mokað og gefið var mín búin og lág leið mín heim í háttin ofsaskemmtilegur ferðafelagi. Reyndar skruppum við í partý um kvöldið. Á laugardagskveldið var brugðið undir sig betri fætinu og farið á stað sem heitir Vélsmiðjan. Þar tókst Ungfrú Holland að smána og svívirða dyraverðina en nb þeir áttu það svo sannarlega skilið. Dæmi. Ungfrú Holland spyr dyravörðinn: Veistu hvað vantar upp á þig ?( í vandlætingartóni ) Nei svarar hann: Hvað ? Nú helling af cm Svarar Ungfrú Holland hróðug og bætir salti í sárið Viltu kannski að ég rétti úr mér ? ha ha ég get svarið það að dyravarðarræfilinn blóðroðnaði enda smá naggur. Tilefni þessarar klisju var að hann neitaði að hringja fyrir okkur á taxa. Sagði að síminn væri bilaður osv Ungfrú Holland er þekkt af öðru en að láta bjóða sér svona svör. Hún vildi fá að vita hvaða sími væri notaður ef kalla þyfti á slökkvulið/lögreglu/sjúkrabifreið og með sínum fallega hollenska hreim skaut hún dyravörðinn i kaf.
Ég hegðaði mér miklu betur böggaði bara nokkra og spurði karlana sem voru að gera sig dælt við okkur hvort þeir væru kjarlausir aumingjar sem þyftu að drekka í sig kjark til að tala við kvennfólk. Þetta dugði ekki á alla,þá spurði ég hvort þeir væru haldnir móðurduld og sást þar með í iljarnar á þeim. he he
Á sunnudagskveldið var líðan mín vægast sagt orðin slæm. Við mættum út á flugvöll ég með bullandi hita og þá var okkur tjáð að vegna vélabilunar yrðum við að fljúga með lítilli rellu suður. Ég er með flugfóbíu og öskraði Nei Nei ég flýg ekki með litlum vélum. Lipurð stafsmanna http://flugfelag.is er einstakt, fyrst þú vilt ekki fljúga með litlu vélinni þá getur þú fengið flug klukkan 15 næsta dag!!!!!!!! Í einhverju óráði þá ákvað ég að fara með rellunni sem líktist meira sardínudós en flugvél, ég þurfti að hnipra mig saman til að komst inn með alla mína 164 cm í stuttu málið þá komumst við heilar heim reyndar þorði ég ekki og hef ekki enn þorað að spurja ungfrú Holland hverning henni liði í hendinni og sleppi því héðan af. Dreif mig svo til lækni á mánudaginn og var með bullandi streptakokka er loksins batnað með hjálp sýklalyfja en þá er annar unglingurinn komin með þá í minn stað. Ég hef ekki komist í skólann frá því að hann byrjaði nema með höppum og glöppum og ég nenni þessu ekki önninn er hvort sem er ónýt og ég sífellt með samviskubit vegna vanskila á verkefnum þannig að ég ætla að taka mér frí þessa önn og mér létti alveg óskaplega við þá ákvörðun.

Við Fiel-Frodo fórum á http://www.dyraspitalinn.is/ í gær þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir bólusettur og ormahreinsaður. Jarlinn fékk frábæra skoðun og sárinn eftir áraás Dobelmannshundsins á Geirsnefni eru gróin og fín. Þegar húsbóndinn kom heim þá fórum við á bílaþrottastöðina Löður við Mjódd en þar er mjög gott herbergi með þvottaaðstöðu fyrir hunda alveg til fyrirmyndar nema hvað það er hrikalega dýrt. Kostar 100 kr hálf mín og Frodo er með þykkann og síðan feld þannig að þvottur og þurkun tekur svo sannarlega sinn tíma. En glæsilegur er hann í dag :-) Í verðlaun eftir þessa þolraun fyrir hann var komið við í 10-11 og keypt nagbein honum til mikillar ánægju.

Voff Voff

Monday, February 07, 2005

Áhugamál

Það væri gaman að fá frá ykkur hugmyndir af áhugamálum :-)
Mín áhugamál eru þessi. Bókalestur sérstaklega af krimmum. Bridge hef því miður engan makker eftir að við fluttum á mölina og auglýsi eftir einum slíkum. Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi gaman af því að spila (þarf ekki að kunna það) og að hafa húmor. Göngutúrar þegar ég get það. Sund er fínt. Hitta skemmtilegt fólk og fara á kaffihús.
En mig vantar hugmyndir af fleirum.

Með rjómabollukveðju Ópel og Frodo