Fiel-Frodo

Saturday, January 22, 2005

Djammþingmaðurinn

Ég verð að viðkenna að nánast alltaf skil ég ekki bofs í DV. Samt tels ég geta lesið amk 200 atkvæði á mín en hraði er ekki það sama og skilningur. Þarna var viðtal við unga og kraftmikla konu sem átti í alvarlegum og erfiðum veikindum, er búin að vinna af dugnaði að sínum bata og ná sér á gott strik. Aðalmálið er sem sé að hún fari öðru hverju út á lífið og skemmti sé? ekki baráttan við heilablóðfallið, ekki störfin sem þingmaður. En hver sá sem tekur þá ákvörðun að fara í viðtal DV er augljóslega að taka mikla áhættu og ekki þess virði.Wednesday, January 19, 2005

Hið ljúfa líf letinnar

Ég og ágæt bekkjarsystir mín eru að búa til og þróa persónuleika próf í SÁL 403
Þetta er mjög svo skemmtilegur áfangi og gaman verður að sjá útkomuna á prófinu.
Annars er ég heima og hundleiðist. Fór í smá aðgerð í gær og líður eftir atvikum. Má fara í skólann á föstudaginn en er að huxa um að svindla oggulítið og skreppa smá á morgun. Mæli nefnileg ekkert með því að missa mikið úr í byrjun annar.
Á blogginu hennar Pálínu las ég yndislegar og frábærar fréttir :-) hún á sem sé von á erfingja í byrjun maí og er hér með óskað en og aftur til hamingju.

Með voff voff kveðju Ópel og Frodo

Friday, January 07, 2005

Aftur í rúmið ?

Sumir dagar eru eins og draumar eftir Salvador Dali svona súrkál-ist.
Fór á þreyttar lappir í morgun og kom unganum í skólann, lagði mig svo aftur og dreymdi 3x bíómyndir á tvöföldum hljóð/myndhraða, rauk upp úr rúminu og fældi hundinn í einhverju brillarí fór ég að tæta niður afgagnsbrauð og fleygið fram af svölunum. Áður en ég gat snúið mér við var k0min heill hópur af litlum sætum fuglum sem bera dónó nafn, þar á eftir komu nokkrir Krummar og nottla mýs svei mér ef ég sá ekki Rottur líka en þá forðaði ég mér inn. Þegar ég vakanaði aðeins betur og kíkti út um gluggann sá ég að þetta vorum bara smáfuglar hitt var víst ímyndun.
Yngri skottan mín var lasin svo ég dreif mig í apótekið að kaupa Strepsil og auðvita bað ég um Steptakokka :-( Aumingja afgreiðslukonan rak upp stór augu og hváð ! Ég hækkaði röddina og sagði með skýrum norðlenskum hreim. Einn pakka af Streptakokka hálstöflum með sítrónubragði!!!! Eftir smá stund sagði hún hikandi fyrirgefðu áttu ekki við Strepsil ? Mér var að sjálfsögðu brugðið en vildi halda andlitinu og svaraði því Jú bara það sé gott í hálsinn.
Frá apótekinu lág leiðinn að Geldingarnesi með Fodo. Ætlunin var að labba svolítið með hann en þegar þangað kom tók ég eftir því að ég var í sparileðurstígvélum mínu og sparibuxunum. Sem betur fer var ég með bolta og ætlaði að kasta og láta hundinn sækja, það fór á annan veg ég kastiði boltanum Frodo sótti boltann og fór lengra með hann, kom svo hróðugur til baka, eftir nokkrar slíkar ferðir var ég orðin örmagna og Frodo hin sprækasti rétt búin að hita upp!!!
Þá kom ógurlegur hundur með eiganda í eftirdragi. Þessi hundur er ca 1 kg en til samanburðar þá er Frodo 30 kg. Upphófst mikil keppni sem fólgst í að merkja sem flest þar á meðal mig og auðvita á fínu nýju sparileðurstígvélin mín, þegar þeir höfðu báðir merkt mig kyrfilega og sá litli unnið Frodo hugumstóra þá sá ég hvar Frodo reyndi að opna bílinn. Þá var mér nóg boðið og stökk upp í bílinn, reykspólaði af stað og heim. Þegar ég kom heim hringdi síminn látlaust og auðvita var kennari sonar míns í símanum að tilkynna mér að sonur minn væri lagður af stað heim "Veikur"

Voff Voff

Saturday, January 01, 2005

Gleðilegt ár

Við Frodo óskum vinum og vandamönnum hamingju og farsældar á þessu nýbyrjaða ári. Þökkum allt gamalt og gott á liðnu ári.

Þetta var frekar erfitt gamlárskveld hjá Frodo, þegar mestu lætin gengu yfir var hreinlega eins og vinurinn væri að fá krampa af hræðslu. Ég hafði talað við dýralækni og hann ráðlagði róandi en ég ákvað að sleppa því. Dróg fyrir gluggana, hækkaði í tónlistinni og strauk honum róandi á meðan og þetta gekk yfir.

Ég verð að játa að ég var fegin að árið 2004 sé liðið. Það byrjaði illa, versnaði helling, síðan skiptust á skin og skúrir. Sem betur þá fór margt á betri veg og ég er afskaplega þakklát fyrir það. Núna er ég loksins að læra að sleppa og treysta æðri mætti.

Með bæn bænanna eins og ég kalla það lýk ég þessum fyrsta pistli ársins

Guð gef mér æðruleysi til þess að ég
sætt mig við það sem ég fæ ekki breytt.
Kjark til að breyta því sem ég fæ breytt.
Og vit til að greina þar á milli.