Fiel-Frodo

Sunday, December 26, 2004

Vangaveltur um mat

Var áðan að velta því fyrir mér hvað ég ætti að hafa í mat í kvöld! Oftast höfum við haft afganga en nb allt kláraðist í gærkveldið og það af lukklegri ástæðu. Mig vantaði áhald til að stappa karteflurnar og fékk það lánað hjá vinum mínum, komst að því að húsfreyjan hafði verið kölluð út í vinnu og blessuð börnin voru svolítið stúrinn, pabbi þeirra var dapur enda nýbúin að fá skelfilegar fréttir af móður sinni og bíður nú frekari frétta.
Við nottla buðum þeim í mat, hundurinn var bundin og stórmóðgaðist, en við hin átum á okkur gat af hangikéti og heimalögðum ís, þeir sem voru yfir 1.60 á hæð fengu kaffi og líkjör. Börnin kíktu síðan á góða mynd í tv og við áttum gott spjall.
Síðan skruppum við Frodo í smá göngu um hverfið, í rjómblíðu og dáðumst af ljósum prýdduhúsum. Seinna um kvöldið kom frumburðurinn og Frodo vældi og skældi og klagaði í hann, (var að segja frá að hann hafi verið bundinn á sjálft jólakveldið)
Í gærdag spiluðum við teiknispilið við þau yngri, drukkum heitt súkkulaði og borðuðum smákökur. Kláraði bókina Keifarvatn eftir meistara Arnald i nótt og mæli með henni, leita nú færis á að ræna Belladonnaskjalið af eldri dótturinni :-)
Stefnan er að fara með litla Ópel í sund, smá göngu og síðan ætla ég að útbúa rækjurétt, graflax og reyktann silung í kvöldverðinn
Voff voff

Thursday, December 23, 2004

Jóla-Afmæli

Við Frodo óskum vinum og ættingjum Gleðilegra jóla og vonum að þeir njóti helgi jólanna. Á morgun er stóri dagurinn þá á prinsessan á
heimilinu afmæli :-) svo nottla jólin líka. Það verður sem sé nóg að gera við að taka upp pakka og það er allt í lagi því það er gaman sérstaklega þegar Frodo fær að aðstoða.

Jólavoff jólavoff

Saturday, December 18, 2004

Jólatré

Síðustu 5 ár hefur gervijólatré skreytt stofuna mína. Það er engin "góð" lykt af þessu jólatré eins og þeim sem maður dregur heim rjóður í kinnum. En er um að ræða klinist gervijólatré geymt í svörtum plast ruslapoka á minni jólanna. Þetta kýrskýrt dæmi um brotnar hefðir og prinsip. Ég tók þá viturlegu ákvörðun í upphafi búskaparins að hafa sko ekta jólatré og stóð við það lengi vel, Ég og frumburðuinn fóru yfirleitt í bæinn um 20 des og völdum oftar en ekki það stæðsta og breiðasta jólatré sem til sölu var. Jólatré sem hefði hentað vel í samkomusölum og veislusölum þar sem lofthæðin væri ca 5-8 metrar en ekki 2 komma smá eins og heima hjá okkur. Það kostaði blóðrispur, nálastungur og helling af svita að koma tröllauknu ferlíkinum heim en það var hveri stundu vel varið. Við komum alsæl heim en dauðþreytt,þá hófst darraðadansinn hjá Hr Ópel að saga og sarga af trjánum oftar en ekki þá gekk hann að verki loknu með afganga og seldi til handa þeim er arinn hafa. Á hverju ári keyptum við stærra og stærra tré og nottla stærri fót undir tréið. Elsku amma danska (mormor) sá aumur á okkur og saumaði út hringlagð teppi sem var 3 metrar í þvermál en samt sást ekki í það. Herra Ópel trylltist eitt árið, skilningsleysið í þessu körlum ævinlega hreint. Bar það upp á okkur að við hefðum stolið jólatré bæarins sem var gjöf frá einhverju vinabæjakjaftæði, plokkað séríur og þess háttar af, leigt kranabíl til þess að flytja tréið heim. Bull og vitleysa í honum, nema hvað hann hvarf af heiman og kom löngu síðar með flatann pakka. Ó hvað ég varð glöð var viss um að þarna væri skemmtileg fyrirgefðu mér gjöf í pakkanum. Nei svo gott var það nú ekki heldur var lítið pervisið gervijólatré í pakkanum.
Síðan hefur þetta litla tré skreytt stofu okkar.

Voff voff

Thursday, December 16, 2004

Var hjá Dr Krabba um daginn og fékk góða skoðun, reyndar þá var ég líka í prófi sama dag í skólanum og það sást svo sem á prófinu mínu, svo þegar ég tók næsta próf þá var ég að bíða eftir niðurstöðum úr blóðprufunum það sást líka á því prófi en ég náði jibbí. Reyndar sendi Dr Krabbi mig áfram til HNE og hann sendi mig svo í morgun í vélindamyndatöku ég mæli ekkert sérstaklega með vökvanum sem maður þarf að innbyrða en myndatakan kom vel út þannig að ég þarf ekki að mæta fyrr en í marz á næsta ári :-) í eftilit og skoðun.
Litli snáðinn minn varð fyrir þeirri leiðinda reynslu að það var sparkað harkalega í mallann hans í skólanum, skólahjúkrunnarfræðingurinn hringdi stax og við eyddum 2,1/2 tíma hjá Dr. Sem betur fer þá fór þetta vel, en það er umhugsunarefni hvað ofbeldi hjá háum sem lágum hefur aukist, spörk í höfuð eða maga geta haft skelfilega afleiðingar eins og dæmin sanna sl mánuðinn.
Þetta eru svo sannarlega búnir að vera rússibana dagar en allt er gott sem endar vel og við hjónin fengum líka fréttir af máli sem hefur litað líf okkar illilega í 10 langa mánuði, kostað okkur blóð, svita og tár. Það mál fór á besta hugsalegan hátt fyrir okkur og maður er býsna meyr og þakklátur fyrir þá niðurstöðu.

Látið ykkur líða vel í skammdeginu verið góð við hvert annað og njótið lífsins. Voff Voff

Saturday, December 11, 2004

Misjöfn eru mannana kjör

Ég fékk símtal í vikunni, ekki í frásögu færandi nema hvað að vinur minn sem er mannvera á besta aldri varð fyrir því óláni að veikjast illilega á unga aldri og verða öryrki langt innan við þrítugt. Þessi vinur minn er að mínu mati einn albesti fjármálsnillinugur sem ég þekki. Með því að spara og spara og spara enn meira hefur vini mínu tekist að koma yfir sig og sína þak yfir höfuðið, sem honum er refsað fyrir. Hvernig ? jú á margan hátt fyrst þá þarf hann að geiða eignarskatt og fasteignargjöld, hann sótti um styrk hjá féló vegna bágar stöðu svarið var nei þá átt of mikið. Þú getur selt íbúðina þína ????? Þá áttu pening fyrir jólunum, halló ef þetta er ekki bilun hvað er það þá ? hann á sem sé að selja til að fá leiguíbúð hjá féló.

Rétt á eftir hringdi annar vinur minn líka með áhyggjur!!! Þegar $$$$ dollarinn féll niður þá keypti vinur minn $ fyrir 5 millur og hefur nú áhyggjur af genginu!!!

Voff Voff


Saturday, December 04, 2004

Þyngdarpælingar

Fyrir nokkrum árum átti ég hikalega ljóta vikt, og hún var leiðinleg líka. Það vildi safnast á hana ryk og auðvita kom það í minn verkahring að þurka af henni. Ef mér var það á að stíga á hana þá fór ég í fúlt skap "hún sýndi of mikið" Svo var hún ónýt og ég var ekki lengi að grýta henni í bláann gám hjá vinum mínum í Sorpu. Óbeit mín á viktinni á sér nokkuð langa sögu. Þegar ég var barn þá var ég mjög grönn. Og fékk að heyra það óspart frá fullorðnu fólki setningar eins og þú ert ógeðslega horuð og þú ert eins og Bíafrabarn eru dæmi um það sem maður fékk að heyra. Þetta meiddi litla sál.
Seinna þyngdist ég í kjölfarið á meðgöngu og mér var bara nokkur léttir af. Síðan tóku kílóin að kom eitt af öðru hægt og hljótt, uþb 1 kg á ári bættist við.
Bætti við þremur börnum í heiminn á þessum, hamingjusöm með börnin fjögur en ekki eins hress með kílóin.
Þá er komið að merg málsins ég henti viktinni og hefði átt að gera það mikið fyrr. Ákvað að ég færi á viktina í sundlauginni minn og hvergi annar staðar og að hætta að hugsa um að léttast á hverjum degi " en það var ég búin að gera í heila tvo áratugi" eða sem svarar 7300 sinnum þvílík sóun á orku og þvílík neikvæðni!
Þessa ákvörðun tók ég síðast liðið vor happarákvörðun. Núna eru farið minnsta kosti 10 kg :-) Engin megrunarkúr eða dýr námskeið í w- class bara þetta gamla góða borða minna og hreyfa sig meira, að ógleymdu þessi aukakíló komu hægt og bítandi og þau mega fara hægt og bítandi.
Talandi um bítandi þá dettur mér Frodo minn í hug, ekki það að hann bíti neinn. Gönguferðirna með hann hafa sko hjálpað enda minn orðið 25-27 kg

Voff voff

Wednesday, December 01, 2004

Jólakort með eða á móti

Eitt af því sem kemur mér alltaf í jólaskap er að hlusta á gömlu gufuna á Þorláksmessu þegar Gerður Bjarklind og co lesa landsmönnum öllum til sjávar og sveita hugheilarjólakveðjur. Aldrei hef ég samt notað mér þennan möguleika en oft langað til þess, hef svo sem grun um að flestir í mínum vinahóp hlustir frekar á FM stuð og rokk en vott ever. Er búin að taka þá ákvörðun að senda jólakveðju með RÚV :-) þeir sem eru tölvuvæddir fá svo líka Gleðilegan tölvupóst.
Voff voff