Fiel-Frodo

Monday, November 29, 2004

Þegar ég gerðist jóla-ofur-húsmóðir

Það er 23 desember dagur heilags Þorláks.Ilmur af hangikjöti fyllir heimilið. Úti liggur þykk snjóbreiða, rétt eins og móðir náttúra hafi lagt hvíta sæng yfir allt og alla. Hún situr við eldhúborðið skrifa í síðasta jólakortið, brosir sæl og þiggur tesopa af tveggja ára hnátu sem er að halda myndarlegt boð fyrir móður sína og ímyndaða vini. Inn úr einu herberginu heyrðist hlátraskröll nokkura drengja, þar var spenningurinn í algleymi.

Loks náði hún að slaka á. Var búin að vera á útopnu í margar vikur. Hún lítur hugsandi yfir eldhúsið og stofuna. Á eldhúsborðinu stendur falleg skál full af heimabökuðu góðgæti, jólatréið stendur fagurlega skreytt inn í stofu og hvert sem litið var mátti sjá fallegar skreytingar margar hverjar handgerðar. Allt var til reiðu hvort sem það var nú jólaföt, bustaðir skór, tertur í frystir eða hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Allur þvottur þveginn og hreint á rúmunum. Nú máttu jólin koma hugsaði hún um leið og hún hlustaði á gömlu gufuna þar sem Jón Múli las landsmönnum til sjávar og sveita hugheilar jólakveðjur.Maðurinn hennar kemur inn um dyrnar knúsar litlu hnátuna og spyr hana hvernig henni líði. Ég er búin að öllu svarar hún andstutt, hef bara aldrei verið jafn snemma búin með allt. Þú ert búin að stússa allt of mikið svarar hann. Læknirinn sagði þér að taka það rólega! Ég ætla að skipta á rúmunum segir hann. Eh eh ég er búin að því svarar hún, eigum við ekki bara að njóta þessa að allt er búið og skreppa í heimsókn. Það verður úr, hnátan litla er klædd í þykkann vetrargalla og hlýja húfu. Þau halda til afa og ömmu er rétt sest þegar henni fer að líða svo einkennilega. Stendur upp og svimar ögn, strýkur blíðlega á þrútin magann og finnur hvernig barnið sparkar kröftuglega, skyndilega tekur heitt vatn að renna og hún stynur upp Vatnið er að fara. Um stund verður allt hljótt ! Afinn fera að stikla um gólf og amman nýr saman höndum en maðurinn hennar segir hálf höstuglega Ég var búin að segja þér að láta rúmfötin vera.
sonur þeirra verður orðlaus í fyrsta sinn á sínum 10 árum og loks stynur hann upp " þú verður að bíða í viku" uppá bílprófið skiluru :-)

Hún hringir sjálf í ljósuna og brátt kom sjúkrabíll og þegar hún liggur á börunum á leið út í bíl sér hún hvað forvitnu nágranarnir höfðu kless andlitinu svo fast að gluggunum að þau litu út fyrir að vera afmynduð sjávarskrímsli.Þegar hún kemur á sjúkrahúsið var ljóst að engin jól yrðu haldin heima. Eiginmaðurinn fór heim tók saman jólagjafi og jólaföt, enda sjúkrahúsið langt í burtu frá þeirra heimahögum. Sem betur fer þá átti hún foreldra þar sem tóku vel á móti fjölskyldunni og gættu barnana á meðan eiginmaðurinn fór á spítalann til konu sinnar. Fljótlega varð ljóst að barnið var ekki á leiðinn í þennan heim strax . Á aðfangadagsmorguninn komu á sjúkrahúsið karlakór staðarins og sungu falleg jólalög. Það var ekki laust við að hún hugsaði heim þar sem allt var til reiðu skúrað og skrúbbað í hólf og gólf en hér væri hún og léttur spennu hrollur fór um hana hvenær skyldi barnið koma ? verður það drengur eða stúlka. Loks þegar klukkan var langt gengin í fjögur og ró var komin yfir deildina þá byrjuður hríðarnar og þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin, síðasti hljómur þeirra var varla dáinn út þegar barnið fæddist. Jesús sagði hún það er eins og grænlendingur og allir fóru að hlægja. Það mátti sjá tár í augum viðstaddra. Litla barnið var þakið mjallarhvítri fósturfitu, með kolsvartan mikinn lubba og eldrauðar varir, rétt eins og því hefði verið pakkað inn í tilefni dagsins. Með varfærnum höndum vafði faðirinn stoltur barnið í handklæði og lagði í fang móðurinnar. Þau dáðust af barninu og létu þreytu og spennu líða úr sér góða stund. Þá fór stolti faðirinn heim til tengdó að sinna börnum þeirra sem þar biðu. Hún lá svolitla stund með barnið í fanginu og horfði út um gluggann. Stærri jólagjöf var ekki hægt að hugsa sér.Stuttu seinna settist hún inní litla eldhús starfsmanna og ljósan hennar hitaði upp jólamat þeirra í örbylgjuofninum.. Það var kveikt á kerti og ró og friður ríkti, helgi jólanna var svo sannarlega fyrir hendi. Þegar þær voru að verða búnar að borða kom frænka hennar sem var að vinna á sjúkrahúsinu með litla barnið íklætt í jólasveinabúning það var kostuleg sjón. Litla jólabarnið var vel vakandi og horfði skærbláum augum á móður sína. Hjartað hennar var barmfullt af ást, þakklæti og aumýkt og hún hugsaði með sér mennirnir áætla en guð ræður. Gleðileg jól

Friday, November 26, 2004

1 árs

Fiel-Frodo er orðin ársgamall. Þann áfanga náði hann 6 þessar mánaðar og er því í merki Sporðdrekans :-) og komin á unghunda aldurinn, úpps nú er maður með 3 unglinga á heimilinu.
Þessi elska hefur staðið sig með prýði og tekur góðum framförum í þroska bæði líkama og sál.
Í gær fórum við oftar sem áður á Geirsnefið til að viðra okkur. Þar hitti Frodo í fyrsta sinn tík í látum. Þetta var hin skrautlegasta uppákoma sem ég hef lengi séð. Eigandi tíkarinnar hefur ætlað að hafa vaðið fyrir neðan sig og var með tíkina í bandi. Við höfðum lagt bílnum hinum megin á nesinu en um leið og ég opnaði fyrir Frodo þá hljóp hann eins og blettatígur yfir nesið endilagt og að tíkinni (þefskynið er í góðu lagi hjámínum) Blessuð konan reyndi að toga tíkina inn í bíl og jafn framt að standa fyrir aftan tíkina til að forðast ja uppákomu, þetta var mjög svo kostuleg sjón. Ég stóð og reyndi að kalla á minn hund sem nottla beitti allri sinni athygli að þessari gullfallegu tík sem lagðist marflöt fyrir hann.
Eftir mikið basl þá tókst eignadanum að toga trega tíkina inn í bílinn og gaf hressilega í þegar hún reikspólaði burt af nesinu.
Minn fékk sem sé ekkert í þetta skipti, en fékk þess í stað heyrnina aftur og skokkaði stoltur til baka enda ekki á hverju degi sem hann lendir á góðu deiti.
Voff Voff

Friday, November 12, 2004

Búdapest

Það var komin tími til að skrifa örlítið um þessa líka frábæru ferð sem við hjónin fórum í. þrátt fyrir mikla flugþreytu þá komst ég og allir hinir að heiman og heim aftur :-)
Borgin við Dónaá kom mér mjög á óvart. Ég er ein af þeim sem elska að skoða byggingar og þarna blandast saman austurlenskur byggingarstíll og evrópu. Óneitanlega sérstakt að sjá handgerðar flísar á þökum halla.
Við fórum í allar skoðunarferðir sem í boði voru t.d borgarferð þar var skoðuð kastalahæðin, Stefnáskirkja, hetjutorgið og margt fleira. Að kveldi þess sama dags fórum við í siglingu eftir Dóná átum þar yfir okkur af dýrindis hlaðborði og flúðum undan síguna hljómsveit sem kunnu að misþyrma hljóðfærunum, upp á dekk var haldið og það var ógleymanleg sjón að horfa á þinghúsið og kastalahæðina og fleiri staði upplýsta.
Við vorum ótrúlega heppin með veður allan tíman sól og hitinn fór upp í 25 gráður ekki amarlegt það. Við fórum einnig í skoðunarferð um Dónárdalinn og það var meiri háttar upplífun, borðuðum hádegisverð í veiðimannakofa á tindi fjalls útsýnið verður ekki með orðum lýst. Náttúran lék efnismikla synfóníu með haustliti trjánna og áður en ég vissi var ég búin að týna slatta af rauðum, gulum og brúnum risalaufblöðum.
Það var margt um að vera á meðan við vorum þarna t.d var verið að telja niður dagana þar til að herskylda yrði lögð niður, einnig var verið að minnast uppreisnarinnar 1956 og við fórum að torginu þar sem hún hófst, torgið var fullt af blómum. Síðan var að líða að svokölluðum minningardegi fólk flykktist í kirkjugarðana og lagði blóm á leiðinn síðan var kvöld þar sem allir fóru í kirkjugarðana með kveikt á kertum til að minnast hinar látnu.
Ég get hiklaust mælt með ferð til Ungverjalands, gríðalega margt að skoða og sjá. Ég gæti alveg hugsað mér að fara með alla hjörðina þ.s börnin, þarna er margt að gera fyrir þau ekki síður en okkur og vissulega sleppti maður að skoða ýmislegt vegna tímaleysis en ég er ákveðin í að fara aftur þrátt fyrir "flugþreytu"
Eftirminnanlegast var að skoða Stefánskirkju, Stefán þessi var konungur Ungverjalands en Ungverjar námu land á sama tíma og Ísland var numið. Stefán konungur tók þá ákvörðun að þjóð sín yrði kristin árið 1000 eins og Þorgeir Ljósvetningargoð (Þorgeir hefur örugglega hringt í Stefán undir feldinum)
Voff Voff