Fiel-Frodo

Tuesday, October 26, 2004

Blá brók, dvergar og flugþreyta

Síðustu dag hef ég verið nokkuð utan við mig, ástæður þess eru nokkrar margvíslegar, samþættar og flóknar (vel orðað)
Nú nálgast utanförin og mig hrjáir flugþreyta, ekki svona þreyta eins og kynþokkafullir flugmenn og freyjur tala um heldur á ég bágt með svefn vegna hræðslu við flugferðina mín og sef þar af leiðandi illa í töluvert langann tíma fyrir brottför. Afleiðingin meinst svefnleysist er ýmis t.d í gær í skólanum þá velti ég því fyrir mér hverær þessir dvergar hefðu byrjað í skólanum ég sá að minnsta kosti 2 !!!!!!!! í morgun tók ég eftir því að þetta voru litlar mannverur sem kallast í daglegu máli "börn" En þá var ég líka frekar velvakandi ástæða þess var einfaldlega sú að þegar ég var hálfnuð út í skúr að sækja bílinn þá tók ég allt í einu eftir gasalega loðnum leggjum kunnuglegum að vísu vaknaði við þessa ógurlegu sjón og rauk inn aftur og nú í buxurnar.

Ég mætti í "buxum" í skólann og ætlaði að taka próf jæja jæja prófið er á morgun.
Það er varla að ég þorið að hugsa til þess hvernig dagurinn verður í heild sinni ég á nefnilega eftir tvö stefnumót bæði sársaukafull það fyrra í "loðnuleggina burt" þ.s í vax og svo að hitta Deyfinga jarlinn minn. Þessi elska deyfir á mér bakið og það er vont á meðan á því stendur en vá maður minn á eftir þá syp ég loft eins og raupsamur þingeyingur, mettun súrefnis í blóði fer vel yfir 100% :-)

Voff voff

Friday, October 22, 2004

Núna eru bara 134 klukkutímar þar til við hjúin höldum að landi brott :-) Planið er að halda til Ungverjalands og dvelja í borginni eða segjir maður borgunum Buda og pest, ég segji planið því þegar ég legst í för þá hefur ýmislegt skrautlegt komið uppá. Þess vegna lofa ég sjálfri mér því ekki að ég sé að fara til Budapest þó bókunarsnepillinn sé upp á það. Fyrir því er ástæða og hún heitir Skotlandsferðin hin skrautlega.
Dag einn í maíbyrjun hringir eldri systir mín í mig, tjáir mér að hún sé gengin í kvennfélag, ég nottla grenja úr hlátir sé hana í anda með tja boldungskjerlingum (ég var ung, falleg og vitlaus nú er ég bara falleg) loks þegar ég hætti að hlæja af þessari tilhugsun og systir mín kemst að þá segjir hún: Þetta er kvennfélagið sem mamma er í ! og þær eiga stórafmæli svo það á að fara til Skotlands. Til Skotlands fórum við systur, vinkona systur minnar og mamma notlla og heill hellingur af bráðmyndarlegum og hressum kvennfélagskonum.
Við lendum í Glas og kóf. Förum með rútu á hótelið, þar var vel tekið á móti öllum nema 2 ! systur minni og vinkonu hennar það gleymdist s.s að bóka þær! eftir 2kl stapp þá fengur þær herb. Ég og mamma fengum þetta fína herbergi og vorum snöggar að skvera okkur til. Mamma var svo sniðug að hún keypti 3 flöskur af einhverjum rjómalíkjör og vorum við duglegar við að smakka.
Áætlunin hljóðaði upp á ferð á besta og flottasta steikhús Glas-kóf. Þanngað héldum við í fríðu föruneyti. Allir fengu borð, svakaflott með svona heitum steikasteinum eftir endirlönguboðinu, já allar nema nottla ég, mamma, systir mín og vinkona hennar. Það var sem sé ofbókað ! kunnulegt en á eftir að koma oftar við sögu.
Við sátum í lobbýinu og biðum eftir að þjónarnir rédduðu okkur. Þá komu þarna fjórir innfæddir og buðu okkur upp á drykk, eftir 1 klukkutíma þá rifjaðist upp fyrir þjónunum að við værum þarna enn og við fengum líka þetta flotta borð, hvítt úr plasti jamm sólborð fjóra stóla úr sinn hvorri átttinni og matseðillinn var ekki af verri endanum það var bara nánast allt búið þannig að ein fékk salat önnur karteflur og kaffi, sú þriðja fékk kjöt og fjórða konfekt og að sjálfsögðu til að bæta úr þá fengum við allar vín í boði húsins að vild. 10 mínútum eftir að borðhald "okkar" hófst var hóað út í rútuna. Við sturtuðum í okkur drykkjaföngum til að slá á sárasta hungrið það hefðum við betur látið ógert. Næst lág leiðin í stórann fljótapramma eða eitthvað svoleiðis (man það ekki glökkt) Þar fór fram sýning á skoskum þjóðdanski og reyndar keppni í því sama. Örlitla stund eftir að við komum þarna vorum við systur komnar út á dansgólfið og rændum okkur dansfélögum og dönsuðum við mikinn fögnuð íslensku gömludansana sem við höfum þó aldrei lært, hafði Íslandi hin mesta sóma af. Þær voru eitthvað fúlar þessar skosku dömur en við létum sem við sæum þær ekki og tókst það vel. Af þessari skemmtun lokinni var haldi heim á hótel bras og bull.

Þá var komið að kvennfélagskonum að halda upp fjöri á barnum. Ein þeirra sem er bara 150kg hoppaði upp á barborðið og gaf hún Gunnari á Hlíðarenda ekkert eftir við að hoppa hæð sína. Þessi elska var vopnuð ekki síður en kappinn reyndar hafði hún þann stæðsta gítar sem ég hef augum litið. Upphófst gríðalegur sólósöngur meira af vilja en mætti, gítarinn gaulaði undir eins hvæsandi köttur. Við systur sáum okkar óvænta og tókum mömmu herskildi og fórum að sofa. Seinna skildist okkur að sólósöngkonan gilda hafi gaulað til klukkan 4 um nóttina en til hennar sáum við ekki meir þessa ferð. Næsti dagur átti að fara í verlsunarferð. Mamma og systir mín fóru af stað og ég og vinkona systur minnar héldum í Argos þar sem ég ætlaði að kaupa dúkkuvagn sem ég og gerði, en vinkona systur minnar fékk kaupæði og keypti 5 hljómflutingstæki og fleira, þegar ég sá í hvert stefndi þá lét ég mig hverfa.

Um kvöldið fórum við út að borða og fegnum heila máltíð :-) eftir það ákváðum við að sýna mömmu næturlíf borgarinnar. Við römbuðum inn á diskótek þar sem mikill reykur steig upp og teknó tónlistin var alsráðandi, ekki var laust við að gestir staðrins væru svolítð skrýtnir, mamma fílaði þetta í botn en með harðfylgi tókst okkur að bjarga henni. Daginn eftir fórum við með mömmu á markað þar sveiflaði hún pundum,vísakortum og dróg að sér athygli að hætti stórstjörnu.
Mér tókst að láta banka eta vísakortið mitt og var eftir það uppá náð og miskunn annara komin. Eftir allt þetta þá ákváðum við systur að stinga af og taka lest til Edinborgar það var gaman hittum stórskemmtilega fótboltabullur og kenndum þeim gömludansana, skoðuðum kastala og fleira augnakonfekt. Nú var ferðin tekin að styttast á því var haldið út á flugvöll. Við höfðum svolitlar áhyggjur af vinkonu systur minnar vegna kaupæðisins þær áhyggjur voru átæðulaustar því góðgjarnar kvennfélagskonurnar höfðu hlaupið undir baggan með henni og skutu saman fyrir yfirviktinni sem var aðeins nb 95kg.
Við komum síðastar á flugvöllinn og biðum bara í 3 klukkutíma við innritunarborðið þá var mömmu hleypt inn og okkur að lokum, vorum við orðnar úrlillar og þreyttar, höfðum réttilega orð á því við mömmu áður en hún yfirgaf okkur að hún reimdi skóna sína vitlaust og svo mætti hún laga hárgreiðsluna, mamma var eitthvað sár við okkur en við létum sé ekkert væri. Loks var okkur hleypt upp og ætluðum við að ganga um borð þá kom babb í bátinn Það var sem sé ofbókað systir mín fékk sæti en ég ekki. Eftir að skosk flugfreyja og íslensk höfðu talið í það minnsta 14 sinnum farþega og áhöfn þá var mér tilkynnt að ég yrði að sitja fram í hjá flugmönnunum !!!! Ég velti þessum fyrirmælum fyrir mér augnablik, Svo kallaði ég yfir alla Ég á sæti framí hjá flugmönnunum vill einhver skipta 50% af farþegum stóðu upp við lítinn fögnuð flugfreyjunar sem sakaði mig um að hvetja til óláta. Ég hafði minn vilja í gegn og fékk sæti það var nottla ekki nógu gott af mínu mati því ég er hrikalega flughrædd og vildi sitja hjá systur minni og deyja í nálægð ástvinar (mömmu vildi ég ekki sjá, enda heyrðist ekki hósti né stunda í henni þegar skilja átti mig eina eftir á Glas-kófvelli)
Við hið systur minnar sátu hjón og réðst ég til atlögu auðvita við kalinn, bað hann að hafa sætaskipti við mig og var það auðsótt mál þrátt fyrir staðfesta neitun eiginkonunar (ég held hann hafi verið fegni að sleppa) Ég hreinlega lak í fagið á systur minni, rétt hafði orku til að bjalla á freyjuna og bað hana vinsamlegast að hafa til tvö glös að tvöföldum romm í kók, strax eftir flugtak. Þetta var indælis flugfreyja og gerði bón mína. Glösin urðu fjögur á svipstundu áður en ég vissi af lenti vélin heilu og höldnu mér til mikillar undrunar. Ég var búin að taka gleði mín á nýjann leik og nennti ekki að bíða eftir tollskoðun þannig að ég renndi mér inn til tollarana sem sáu um tollskyldan varning. Þar tilkynnti ég þeim að ég hefði í fórum mínum samlokugrill og fór fram á ýtarlega tollskoðun. Þeir brostu fallega og sögðu mér að fara og að sjálfsögðu gengdi ég því.

Lífið er ævintýri ekki satt :-) The end of story

Voff voff

Tuesday, October 19, 2004

Þetta kemur ekki fyrir mig !!!

Þetta kemur ekki fyrir mig er hugsun sem oftar en ekki grípur okkur þegar við heyrum af slysum eða fréttum af einhverjum ættingja, vini eða kunningja sem greinst hefur með alvarlegan sjúkdóm s.s krabbamein. En þetta kom einmitt fyrir mig. Í vor greindist ég með krabbamein í skjaldkritli það undarlega við það var að það kom mér ekki á óvart, ég hafði farið nokkuð reglulega til lækna vegna verkja í hálsi og vanlíðunar, sú saga hófst árið 2002 og þrátt fyrir ómskoðun á hálsi þá sem leiddi í ljós hnúta í skjaldkrirtli þá var það ekki fyrr enn ég var orðin svo slæm að ég gat ekki orðið kyngt að ég var send aftur í ómskoðun og samdægus í ástungu sem leiddi í ljós illkynja krabba. Satt að segja þá var ég bara fegin að fá loks greiningu á meini mínu, kannski bara svona heimsk en vott ever. Það sem mér fannst allra erfiðast var að segja mínum nánustu frá þessum tíðindum, kveið því svo mjög að ég íhugaði í fullri alvöru að segja þeim bara að það væri hnútur í kirtlinum sem þyfti að nema brott en sem betur fer þá lét ég mig hafa það og sagði frá stöðunni eins og hún var. Áður en ég vissi þá var ég komin í hlutverk þess huggara. Ég var sterk út á við en viðkvæm og vissulega hrædd um framtíðina, batahorfur og margt fleira, í þessu ferli þá sá ég best hverjir voru sannir vinir af öllum ólöstumðum þá var það einn vinur minn sem benti mér sífellt á ljósið með raunsæum en jafnframt hughreystandi húmor. fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Það kom mér mjög á óvart hversu margir af fjölskyldu og vinum spurðu aldrei hvernig mér liði hvorki þá né nú og oftar en ekki voru það þeir sem ég hafði aðstoðað eða stutt á einn eða annan hátt, en hinir sem mig studdu stóðu sem klettar mér við hlið og ekki var alltaf skyldleikanum fyrir að fara síður en svo.

Á laugardaginn síðasta ætlaði ég að fara í gönguna. "Göngum sólarmegin" en svo óheppilega vildi til að ég komst ekki fyrr en seint og um síðir náði þó restinni á Ingólfstorgi og rölti með yfir í ráðhúsið. Þarna var gríðaleg stemming og gott fyrir sálartetrið.
Ég er í fyrsta skipti frá því að ég fékk greiningu í gríðalegri niðursveiflu, er kvíðin og baráttumóðurinn lítill og léttvægur, Það var sennileg ekki sérlega sniðugt að fara í huggunarhlutverk og gleyma að leyfa sér að syrgja hafandi efst í huga maka og börn, þó skiljanlegt. Eitt finnst mér mjög leitt það er að þegar fólk greinist með alvarlega sjúkdóma þá skulu því ekki vera boðið upp á neina fræðslu að nokkur tagi eða sálargæslu, geta talað við einhvern sem hefur reynslu og þekkingu á þessu ferli er ómetanleglegur stuðningur. Nú veit ég ekki hvort ég var einfaldlega óheppin eða hvort þetta sé hið venjubundna ferli.

Voff voff

Eitt af mörgu sem móðir mín stundar er sund. Þar sem þessi elska er ekkert sérstaklega fyrir hangs og letiköst þá hefur hún látið heitu pottana eiga sig að mestu dýfir þó tánum oggolítið ofan í áður en hún syndir sína 10 km skrið. Þessi elska skipti um húsnæði í haust og í nýju íbúðinni er bæði sturta og baðkar, auðvita fór hún alltaf í sturtu því það er tímasparnandi, nema hvað núna í frostakaflanum dettur henni sú bábilja í hug að prufa baðið.

Hún lætur renna vel af vatni í baðið og þegar það var orðið vel fullt þá hoppar þessi litla netta kona út í !!!! Eins gott að þessi elska kann bringu og skrið því með blöndu af þeim sundbrögðum komst hún við illann leik og öldugang upp úr blessaða karinu það kom svo í ljós við nánari skoðun að þetta baðkar er gert fyrir þá sem eru 1,80- 2 m. Ég er búin að ákveða að gefa mömmu barnabaðmottu í jólagjöf :-)

Voff voff

Saturday, October 16, 2004

Verður þeim svarað ?

Eldri dóttir mín er í menntaskóla. Í íslensku áfanga hennar eru þau að lesa bókina Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur og eitt af því sem þau eiga að gera er að bera saman myndina Kaldaljós í leikstjónr Hilmars Oddssonar og bókina.
En þá hefjast vandræðin. Hæstvirtur menntamálaráðherra hefur ekki enn gengið til samninga um sýningarréttinn þrátt fyrir að í aðalnámskrá framhaldskóla frá 1999 (íslenskuhluta) sé eftirfarandi klásúla: Nemandi fái tækifæri til að njóta listræns efnis í tengslum við lestur bókmennta, t.d leiksýninga, kvikmyndir eða myndlista.

Nemendur voru því hvattir til að rita bréf/tölvupóst til menntamálaráðherra og fara þess á leit að hún uppfylli þessi ákvæði aðalnámsskrá.

Með biðlund Voff Voff

Wednesday, October 13, 2004

Verkfall kennara, taka I

Vei mér syndugum, en ég bið á hverju kvöldi að blessað verkfallið leysist sem fyrst svo ég fái "Pössun" fyrir börnin.
Síðast liðnar vikur hefur lagið "Komdu með að dansa kókó" glumið í karókí alla daga unglingurinn á heimilinu er að æfa fyrir leiksýningu og vaknar stundvíslega klukkan 12 að hádegi og syngur til klukkan 22 hvert kvöld svo hjálpi mér guð. Blessaðir kennararnir eiga skilið minnsta kosti hálfa millu í laun á mánuði bara að ég losni við eyrnamengunina. Í skólanum erum við að læra um þráhyggju og áráttu sem dæmi þá var tekið fyrir lög sem við fáum á heilann hvaða lag haldið þið að mér hafi dottið í hug ? jú mikið rétt Komdu með að dansa kókó!!! hvað er svo þetta kókó ?
Ég og Frodo erum tilbúin í allar kröfugöngur og samþykkjum án athugasemda allar kröfur kennara, það er bara verst að við erum ekki í samninganefnd sveitafélaganna.

Voff Voff

Tuesday, October 12, 2004

Sauðamálaráðherra

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vill að börn á fermingarári eigi þess kost að fara í sveit í a.m.k. hálfan mánuð og ætlar að kanna áhuga bændasamtakanna, sveitarfélaga og skóla, á hugmyndinni. Þetta kom fram í ræðu hans á Sauðamessu í Borgarfirði í gær. Þar nefndi hann m.a. að mörg 10-12 ára börn hefðu haldið til sveita um leið og skóla sleppti hér áður fyrr unnið fram yfir réttir og komið í skólann aftur fullorðið fólk. Nú sé hins vegar af sem áður var.” (ruv.is)

Fermingarsumarið mitt var ég send í sveit.

Þar var ég í hálfann mánuð, þá fékk ég helgarfrí og yfirheyrslur a la mamma hófust. Mamma: Hvernig er í sveitinni elskan? Ég: gaman. Mamma: Hvað ertu búin að læra elskan? Ég: Ég búin að læra að keyra bíl, drekka campari og reykja rauðann winston.
Mamma: Ekki stríða mér. Ég: er ekki að stríða sko við förum í fjósið klukkan 6-30 byrjum að fá okkur eina sígó og eitt glas af Campari síðan mjólkum við kusurnar, eftir það var ýmis verk unnin og svo var farið aftur í fjós kl 18 þá fengum við okkur nokkrar sígó og líka Campari (þennan rauða drykka mamma) nú eftir fréttir á kvöldin þá fékk ég að keyra hjónunum á næstu bæi í heimsóknir :-)

Mamma setur í brýrnar og ég brosi mínu blíðasta og segi en þau eru sko fín passa mig vel og allt það. Ég má ekki keyra Ferguson dráttavélina fyrr en næsta sumar segja þau!!!
Enn hef ég ekki ekið Feguson, því mamma þvertók fyrir frekari
sveitadvöl :-(

Hver skilur mömmur og sauðamálaráðherra ???

Friday, October 08, 2004

Dónaskapur ?

Er að íhuga alvarlega að senda litinn miða með jólakortunum í ár svo hljóðandi.

Kæru vinir og ættingjar
Okkur hjónunum, börnum og hundinum þykir afskaplega gaman af heimsónum ykkar það gleður okkur hversu dugleg þið eru að koma.

Okkur er hins vegar mikill vandi á höndum. Málið er það að hundurinn okkar þolir ekki röskun á svefni fyrir hádegi um helgar og hátíðsdaga. Okkur þykir það leitt en samkvæmt ráðleggingum hundasálfræðings verðum við að standa með hundinum í þessu máli til bjargar geðheilsu hans.

Þar að auki taldi hundasálfræðingurinn eftir að hafa ráðfært sig við Doktor í hundageðlæknirsfræðum að við yrðum að hætta rekstri á ókeypis gistingu með morgun/hádegis og kvöldverði við lauslega talningu þá voru uþb 93 gistinætur fyrir ættingja og vini á tímabilinu 12 des til 12 febrúar sl.

Okkur er harðbannað að reka hundinn úr bæli sínu oftar !!! Ef við verðum ekki við þessum tilmælum þá eignum við það á hættu að hann verði tekin af okkur af hundavermdunarnefnd borgarinnar.
Voff Voff

Thursday, October 07, 2004

Bloggarar

Ég fékk senda ítarlegar leiðbeiningar um hvernig á að setja inn linka á aðra bloggara. Nema hvað ég er búin að gera tvær tilraunir en ekkert hefur gengið, nú er hlaupin í mig þrjóska og ég ætla að koma þessum linkum inn með góðu eða illu jafn vel með aðstoð góðra manna hjálp.

Á meðan á linknaleysinu stendur þá bendi ég hiklaust á þessa likna sem þig getið bara pikkað inn :-) http://andriv.blogspot.com/ og http://farfuglinn.blogspot.com/ Þetta nægir ykkur í bili.

Voff voffTuesday, October 05, 2004

Aulaheppni

Í gærkveldi bauð vinkona mín mér á snyrtivörukynningu, ég ætlaði ekki að nenna enda búin að vera að í skólanum, sinna börnum og búi nema hvað ég huskast á kynninguna enda ekki langt að fara. Geispandi og gapandi varð mér fljótlega ljóst að ég var eini gesturinn fyrir utan gestgjafna og áhugasamann sölumann mér til mikillar ánægju. Ég og 5ára gömul dóttir gestgafans erum góðar vinkonur. Við sátum í eldhúsinu stöllur á meðan áhugasami kynnirinn raðaði snyrtivörum af miklu kappi á stofuborðið með dyggri aðstoð húsfreyjunar, mauluðum kökur og önnur drakk mjólk en hin kaffi.
Til að halda uppi samræðum við 5 ára telpuna segi ég: Hvað heitir konan ?
"Theggjuð" svarar barnið. Ég hugsa með mér hvað vitleysa ég hlýtur að hafa misheyrt! Spyr aftur svolítið hærra. Hvað sagður þú ? Theggjuðu svarar barnið aftur. Vá hugsaði ég með mér, hvað er í gangi hún hefur aldrei látið svona fyrr, geri samt aðra tilraun, halla mér þétt að barninu sem var greinilega ekki farið að standa á sama. Hvað heitir konan ? spyr ég enn á ný ?
Stína sagði blessað barnið. Þá varð mér ljóst að ég hafði gleymt " heyrnatækjunum" heima og allar hugsanir um skyndilegt lélegt uppeldi fuku út um veður og vind.

Saturday, October 02, 2004

Kæfisvefn og hundur

Hvað eiga kæfisvefn og hundur sameiginlegt ? Þig getið dundað ykkur við að finna samsvörun og prufað að senda svarið inn.

Í morgun varð mér ljóst hversu gangnlegt það er að eiga hund! Hundar eru nefnlega ekkert nema vani. Í morgun vöknuðu við hjónin við ýlfur og grát Frodo sem linnti ekki fyrir en húsbóndinn fór á fætur, auðvita fór húsbóndinn fram og vitið menn hvað gerði Frodo þá jú hann stakk sér inn í herbergi til mín að sofa, inn í herbergi fór húsbóndinn aftur og vitið menn sami söngurinn byrjaði á nýjann leik.
Við Frodo sofun nefnilega betur tvö ein í kyrrð og ró heldur en þegar malið í vélinni sem fylgir er til staðar og fyrir utan þann léttir að vita af húsbóndanu draga björg í bú meðan við kúrum sátt á kodda.
Verst er að Fodo hefur vanist því að ligga til fóta á meðan ég í tölvunni, þannig að ég þarf nú orðið að nota framlengingu til að pikka þar er komin skýring á öllum stafsetningarvillum mínu, prufið bara sjálf að notast við skúringaskaft við ritvinslu!!!!!!!!!!

Hér heima hefur gengið á með gríðalegri ró og friði það tekur enda í dag um kvöldmatarleitið en þá kemur indjánahöfðinginn Trítilóða Elding heim þessi elska.
Það er söfnun í gangi fyrir GPS staðsetninga einhverskonar úri til að létta lögregluni, örvæntinga fullum foreldrum, sárfættum leitahundum störfin. Finnst það samt lélegt af löggunni að neita fjámögnun Hvað er forvörn ef þetta er það ekki !!!!

Í næsta pistli verður fjallað um hvernig maður missir 8 kg af fitu auðveldlega

Þorir enginn að kvitta fyrir komu sína eða kemur enginn ????

Góðar stundir Voff

Friday, October 01, 2004

GSM og hundar

Þessi bloggsíða mín er nefnd í höfuð á hundinum mínu honum Fiel-Frodo oftast erum við miklir mátar en núna mátaði hann mig ! Þau eru nokkur skiptin sem þetta grey hefur heyrt orð "bíddu" á meðan eigandinn talar í gemsann svo hvutti tók til sinna ráða. Hann tók nýja myndavéla gemsann opnaði hann og nagaði rafhlöðuna og beyglaði (hann elskar beyglur með rjómaosti og rifs) þannig að nú kemst rafhlaðan ekki í gemsann og eitthvað líkaði honum fronturinn á gemsanum sem er nb kóngablár og formaði frontinn eftir sínu höfði, en þar lék ég á hann LOL ég á nefnilega blárákóttann front.

Er þetta allt misskilningur hjá mér Vildi Frodo bara fá gemsa eins og hinir unglingarir ? Hann er nefnilega kominn á kynþroskann ógurlega og þá er maður bara með þrjá unglina á heimilinu og vantar uþb 5 baðherbergi !

Við Frodo höfum verið duglega að fara á Geirsnefið undanfarna vikur og skemmt okkur prýðilega. Þó er einn ljóður þar á. Örfáir hundaeigendur koma þarna á bifreiðum sínum opna hurðina og hleypa hundum sínu út!!!!!!! aka síðan af stað og blessaðir málleysingjarir eiga að elta máldollurar og ekki hefur þetta blessaða fólk rænu á að hirða upp skítinn eftir sína hunda. Ég sár vorkenni hundum sem eiga svona greindarskerta eigendur !!!!!!!!
Hundaeftirlitið mætti gjarnan vera duglegra að mæta þarna á svæðið sérstaklega vegna þess að þetta eru hinir fróðustu menn og alltaf gaman að ganga að mímisbrunnum vísum :-) Svo mættu þeir skammast aðeins í slóðunum.

Mér urðu á skelfileg mistök sl tvo daga (ó já ég geri sko mistök og stundum bara oft) þannig var að ég þvoði annað heyrnartækið mitt ja eða skolaði það rækilega, reddaði þurkun á því með heita vatninu frá Alfredo, svaf yfir mig sem þýðir vekjaraklukku kaup, reif mig á fætur eldsnemma í morgun fór í skólann og þá var nottla frí!!!!!!!!!

Til að mistökin endurtaki sig ekki fór ég í fríðu föruneyti í mamorshöllu í gærkveldið nú átti að kaupa vekjaraklukku, kom út þeim leiðangri með bækur fyrir 15000kr sko mína fór í bókabúð og þá er ekki aftur snúið, þarna liggur skýringin á því af hverju ég fer helst aldrei í tölvubúðir, það er ekki hægt að leggja hvað sem er á mann.

Það liggur smásaga reyndar verkjasaga bakvið vekjaraklukku fóbíu mína. Þannig er mál með vexti að börnin mín hafa mörg hver verið afskaplega duglega við að skrúfa sundur hina ólíklegustu hluti, verkjaraklukka hefur oftar en ekki verið fórnarlamb þeirrar misþyrminga og telst mér til að frumburðurinn einn eigi að baki uþb 30 klukkur