Fiel-Frodo

Tuesday, September 05, 2006

Nokkrir gullmolar úr læknaskýrslum:


Nokkrir gullmolar úr læknaskýrslum:
- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...- Eftir það var hún í samkvæmi...- Fékk vægan verk undir morgunsárið...- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt
hvora áttina í byrjun desember.- Húðin var rök og þurr.- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr...- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring...- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf...- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan
henni hestur...- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann
sem heitir Kristmundur.- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum
og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn
og vöðvastæltur...- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill...- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni...- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið
betur.- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol
í hádeginu.- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef...- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en
í eitt ár.- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar
upp í sumarbústað - en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur
tækifæri...- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki...- Sjúklingur hefur formlegar hægðir...- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala.- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring...- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár...- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta
mig 1983.- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri
að hún brotnaði...- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft
fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann
í apríl sl.- Sjúklingur lærði söngnám...- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli...- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn.- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus
og hrapaði.

Thursday, August 31, 2006

Dætur mínar

Nú hefur heldur betur fækkað í kotinu. Frakklandsfarinn var í þessum rituðu orðum að senda SMS lent í París og ferðin gekk vel "hjúkk" Myndarvélamálið leystir frasælega hún fékk nýja vél hjá bræðrunum Ormson og fékk minniskubbinn sem er bara 1 GB til baka :-) Sá á netinu að það er bara 22 stiga hiti og heiðskýrt í París. Frakklandsfarinn mun dvelja þarna yfir helgina og síðan verður haldið "heim" til nýju pabba og mömnmu + litlu systur í Andermos Les Brain. Þar sem hún mun væntanlega dvelja næsta árið. Annars eru þau ennþá skráð sem bráðarbyrðarforeldra og þetta skýrist allt næsta mánuðinn.


Menntsælingurinn á landsbyggðinni lætur vel af sér, segir að vísu að herbergið sé kústaskápur en það verði aldeilis munur að fá reglulegar máltíðar alla daga í stað óreglunar heima fyrir en hér hefur mottóið bjargaðu þér sjálf/ur ekki verið það vinsælasta hér.
Er að týna saman eitt og annað til að senda henni, svo sem skóna hennar, orðabækur, og ýmislegt sem gleymdist.

Það er sko ekki laust við að saknaðartilfinning geri vart við sig, vona og bið að þeim vegni vel á nýjum slóðum þessum heitt elskuðu fallegu dætrum mínu.

Kv. Ópel og Frodo

Friday, August 25, 2006

Húsverk 101 eftir Dall Heima

Ég vaknaði í morgun um kl ellefu við undarleg hljóð úr eldhúsinu þar sem ég sef. Eftir að hafa fjarlægt gúrkusneiðarnar úr augunum, ýtt dúkkunni minni til hliðar og sparkað sjónvarpinu frá sá ég í rökkrinu afar kunnuglega sjón. Borðtuskan var komin á stjá rétt eina ferðina og var ekki frýnileg fremur venju.

Ég ávarpaði hana karlmannlega og spurði hvurn andskotann hún væri að gera á ferli um hánótt, en fékk ekki svar. Ákvað ég því að rísa úr rekkju og kanna málið nánar. Það tókst. Þegar að var gáð sá ég að tuskan var í óða önn að eðla sig við allhreint sokkapar sem ég hafði lagt frá mér á mitt eldhúsgólfið í einhverju tiltektaræði fyrr í vetur. Þar sem ég var tiltölulega nývaknaður og ekki fengið mér í nefið alllengi fann ég af henni megna angan sem bar lífsvilja íbúanna fagurt vitni. Leist mér illa á blikuna, því að hún hefur löngum verið mér erfið í skauti og kærði ég mig ekki um að hún næði að fjölga sér með sokkaplöggunum.

Eftir að hafa myndað athæfið til að nota gegn henni síðar fór ég að bisa við að koma henni til síns heima, eða í hrærivélarskálina þar sem hennar aðsetur er að öllu jöfnu. Ég byrjaði á því að leggja til hennar með gaffli sem ég fann á sjónvarpinu, og hugðist negla hana fasta við gólfið með snöggu lagi. Það tókst ekki enda íbúar hennar sprettharðir eftir ofeldi af allskonar kræsingum sem ég hafði sullað niður síðustu vikurnar.
Eftir alllanga baráttu höfðu leikar borist víða, og mátti ég heita ofurliði borinn enda dagurinn ekki heppilegur til átaka við forynjur af þessu tagi. Varð mér það til láns þegar hún hafði afvopnað mig að hún sá fyrir tilviljun hálfétna flatbökusneið fasta í videótækinu sem hún fór að hnusa af. Þá sá ég leiðina út úr vandanum og tók til minna ráða.
Ég greip unglega brauðsneið af eldhúsborðinu, lagðist á gólfið og hugðist lokka kvikindið í gott höggfæri. Annað hvort hefur flatbakan verið eldri en brauðsneiðin, eða þá að meinvætturinn hefur grunað mig um græsku, því ekki virkaði þessi aðferð sem skyldi. Eftir að hafa gefið frá mér hljóð eins og léttmyglað hverabrauð drykklanga stund gafst ég upp og stóð á fætur. Hellti ég upp á könnuna og fékk mér rótsterkt mokka til að skerpa hugann, enda hafði ég svosem nógann tíma. Videóið var ekki vant að gefa það eftir það á annað borð vildi taka inn fyrir sínar varir. Laust nú snilldarhugmynd í mitt fagra höfuð.
Flugustöngin mín var bara í seilingarfarlægð, og stóð endinn út úr bakarofninum þannig að ég gat dregið hana til mín án tafar. Með snilldarkasti náði ég að hanka tuskuna á þríkrækjuna og með kröftugri sveiflu að þrykkja henni inn í örbylgjuofninn sem, einhverra hluta vegna, stóð galopinn. Eftirleikurinn var auðveldur, ég setti ofninn á fullt í nokkrar mínútur og fór með Davíðssálm hryggur í bragði yfir því hrannmorði sem átti sér stað inni í ofninum. Endað þannig þessi viðureign.Vona ég að þessi saga megi vekja ykkur til umhugsunar um ýmsar þær aðferðir sem að notum geta komið við nútíma heimilisstörf.
"Dallur Heima"

Tuesday, August 22, 2006

Sent frá litla landsímamanninum

Þetta eru sannar spurningar úr þjónustuveri Landssímans...


1. Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt númer?

2. Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!

3. Ég er að fara til USA á morgun, og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka.

4. Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá?

5. Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna?

6. Hvað á þetta að þýða að loka símanum. Ég gerði allt upp hjá ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.

7. Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því fyrir mig? (ADSL)

8. Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!


Eins gott að vanda málfarið sitt þegar hringt er í þjónustuver símans ;-)

Af okkur Fiel-Frodo er allt gott að frétta. Fórum og skoðuðum Þingvelli í blíðunni sl sunnudag. Bæði Frodo og litli Ópel höfðu mestan áhuga á Öxará og skemmtu sé vel við að vaða og sækja bolta, báðir jafn viljugir.

Við gerðum síðan árangurslitla tilraun til að týna bláber en þau voru í feluleik þannig að lítið var týnt og heimþráin gerði vart við sig enda vita allir sem heila hafa að norðurlandið er þakið bláum berjum frá fjöru til fjalla og ekki þarf einu sinni að týna berin samkvæmt nýjustu fréttum heldur hoppa þau sjálfkrafa upp í fötur og mál.

Skólinn hjá litla Ópel byrjar í daga með tilheyrandi viðkomu í bókarverzlunn a la örtröð. Þar að auki átti þessi ræfill tíma hjá tannlækni og menntskælingurinn einnig, en þar sem litli ópel er illa haldinn af eyrnarsýkingu og hálsbólgu þá sleppur hann við tannsa en verður gefið verkjalyf og mætt á skólasetningu. Menntsælingurinn slapp ekki jafn vel, Frakklandsfarinn tók að sé að koma henni til tannlæknir og þar að auki auglæknirs líka og skemmri skírn á Strætó frá MH.
Unglingarnir eru einnig að undirbúa sína skólagöngu annar fer í menntaskóla úti á landsbyggðinni og hinn unglingurinn fer til Frakkklands þann 31 nk. og kemur heim að ári!!! Það er því duggulítill kvíðið og spenna hér heima.

Frakklandsfarinn er ekki búin að fá fjölskyldu og það eitt er 100% ávísun á stress hjá múttunni, frakklandsfarinn tekur þessu með ró. Reyndar fauk í hana í gær. Málið var það að hún fékk gríðalega flotta og fína myndavél í afmælisgjöf og 1gb minniskort osv frá fjölskyldunni. Nema hvað ekki var hægt að setja minniskort í vélina og haft var því samband við söluaðila, þaðan var haldið með vélina í viðgerð og hún send út. Sagt var að vélin yrði komin til landsins eftir 2 vikur hámark 3. Liðnar eru ríflega 3 vikur og vélin ókomin. Afskaplega fúlyrtur viðgerðarþjónustuaðilli tilkynnti henni það í gær að "Hún ætti bara að vona það besta" #$%%$$$%%$ Blessaður Frakklandsfarinn er nefnilega að útbúa albúm af fjölskyldunni, landi og þjóð til að sýna tilvonandi fjölskyldu sini og til kynningar á Íslandi á kynningarfundum. Af þessu tilefni hringdi frú Ópel fúl í söluaðila/umboðsaðila og sagði farir sínar ekki sléttar. Á von á að innkaupastjórinn hringi og greiði úr málum (bið um kraftarverk)

Var að fá þær skemmtilegu fréttir að tilteknir aðilar vilja greiða fyrir mig áfanga í bókfræslu enda búnir að nýta mína þjónustu í þeim efnum í að verða 6 ár án greiðslu ákvað því að kanna hvort laust sé enn i ensku og lögfræði og vonandi nær maður að nýta sé sambönd innan skólakerfisins eins og stundum áður.

Meira seinna góðar stundir. Ópel og Frodo

Monday, August 14, 2006

Sneypuleg jarðaför

Vegna fjölda áskoranna hefur Fiel-Frodo og fylgifiskur hans ákveðið að endurlífga bloggfærslurnar.

Hér kemur sönn saga af Lizu frænku í Danaveldi!

Líza ömmusystir átti margar vinkonur flestum hafði hún kynnst þegar hún var ung ekkja með tvö börn og margar úr vinkvennhópnum í svipaðri stöðu á árunum eftir seinni heimstyrjöldina. Þær voru duglegar að halda hópinn og brölluðu ýmislegt saman eins og góðra kvenna hópur gerir gjarnan.

Árin liðu og þær voru allt í einu orðnar rígfullorðnar. Dag einn lést ein úr hópnum, hún var ekkja eins og flestar þeirra og þær ákváðu að heiðra minningu hinnar látnu á virðulegan máta.

Af þessu sorglega tilefni fóru þær í eina af bestu blómaverzlun Kaupmannahafnar til að panta stóran og fallegan blómakrans.

Þar hittu þær fyrir ungan og myndarlegan mann sem vildi allt fyrir þær gera. Það varð dálítil reikistefna um hvað ætti að rita á borðann og loksins eftir miklar umræður komust þær að sameiginlegri niðurstöðu og tjáðu unga myndarlega manninum óskir sínar.

Á borðanum átti að standa Hvíl í friði á báðum borðunum og ef það væri pláss fyrir
Meiri letrun þá átti að standa Hittumst á himnum 

Eitthvað hefur ungi myndalegi herrann misskilið þær eða verði svona mikill húmoristi. Því þegar þessar prúðbúnu rígfullorðnu konur mættu á jarðaförina þá blasti við þeim risastór blómakrans beint fyrir framan kistuna og blasti áletrunin við kirkjugestum og á borðunum stóð !

“Hvil i fred på begge enden, möddes in himel hvis der er plas”


Vesalings Liza ömmusystir og vinkonur hennar sátu á fremsta bekk niðurlútar og skömmustulegar og hugsuðu unga myndarlega manninum í blómabúðinni þegjandi þörfina.

Það tók Claus frænda uþb klukkustund að segja okkur hér heima frá þessu einhverja hluta vegna þá hló hann svo mikið að hann átti bágt með mál.

Saturday, January 07, 2006

Frodo saga Víðförla

Áður en lagt var í sólaferðina þurfti að gera ýmsar ráðstafanir með Fiel-Frodo.
1. Kaupa búa sem rúmar 30 eðalhund
2. Búrvenja
3. Heimsækja Dr. Dýra og fá róandi lyf
4. Þerra tár hundeigandans.

Þetta gekk allt eins og í góðri sögu, þegar kallað var út í flug, þá hringdi téður eigandi í 16 skiptið til heitt elskaðrar systur sinnar, til að tékka á Frodo sínum. Einhver grunur læddist að eigandanum og sá grunur var staðfestur við heim komu Fiels-Frodo. Sjá með fylgjandi bréf sem kom með honum að norðan heiða.Fiel-Frodo

Dagur 1.
Kæra Ópel. Þakka þér fyrir þessa yndislegu gleði gjöf sem þessi svart hvíti moli er.
Hann lét svo sannarlega vita af sér.

Dagur 2.
Kæra Ópel. Mikilir faganaðar fundir urðu á milli gullmolanna tveggja. Kossar, knús og flan sem endaði reyndar með heiðarlegri tilraun til að verða síamstvíburar. Fjölskyldan brást snökkt við og aðskildi þá öllum til mikills léttis, hér um bil ómeiddum.

Dagur 3.
Kæra Ópel. Dýralæknirinn sagði að unginn þinn væri of feitur, of latur og með alltof mikið af hárum. Ég sagði þetta sönnun á hversu mikið hann væri elskaður. En það var reyndar hinn sem var slasaður. Eftir pot og þukl voru þeir sendir heim og sagt að það þyrfti að taka ólarnar af þeim þegar þeir væru innni.

Dagur 4.
Kæra Ópel. Nú upphófst jólastressið, nei ég meina jólagleðin. Dísin kom og sótti öll fjölskyldan hana út á flugvöll. Reydar gekk það stórslysalaust fyrir sig, nema annar hundurinn ættlaði yfir jeppann í fagnaðarlátunum.

Dagur 5.
Kæra Ópel. Takk fyrir að senda þennan engil og láttu þér ekki bregða þó hann láti alllan jólapapír hverfa........

Dagur 6.
Kæra Ópel. Jólailmurinn fór um allt og fengur allir hnífapör og servéttur. Litla frænda fannst það eitthvað skrítið að ég skildi setja hnífapör og servéttur á gólfið en það eru bara einu sinni jól....

Dagur 7.
Kæra Ópel Pakkagleðin þekkist hjá börnum en bíddu bara það jafnast ekkert á við gleði sem skein úr og heyrðist frá gullmolunum.
Mesta gleðin olli ýlubolltarnir, fjölskyldunni til mikillar mæðu.

Dagur 8.
Kæra Ópel. Mér finnst fólk horfa undarlega á mig þegar ég fór á rúmtinn, kemst ekki úr fyrsta gír með tvo gullmola í framsætinu

Dagur 9.
Kæra Ópel. Takk fyrir lyfin þau komu sér vel fyrir mig,,,já og molunum líður vel líka.....

Dagur 10-13
Kæra Ópel. Hesthúsavinnan þar sem hvolpur snéri á molana lét þá hlaupa á eftir sér og þinn hundur fór þá í rekstur. Ég held að hann sé borgarhundur. Hann er með allar hreyfingar og stellingar skoska fjárhundsins en rekur bara bíla

Dagur. 14-17
Kæra Ópel. Hundurinn þinn heypur, þegir, sefur, syndir,grýpur, og skilar bolta, skítur í garð nágrannans og fl.
Hvað höfum við gert til að eiga þetta skilið?????????????????????

Friday, January 06, 2006

Sólaryndi og unaður

Er orðið yfir Kanaríeyjar ferð fjölskyldunnar :-) Sólskin og blíða alla daga nema fyrsta daginn. Á aðfangadag lágum við í sólbaði til klukkan 5 þá var lullað inn og lagt sig, snætt hangikjét um kveldið og haft kósí. Við vorum ákaflega heppin með gististað öll aðstaða fyrir börn til fyrirmyndar. Tennisvöllur (mjög skemmtilegt)minigolf og mín fór nottla holu í höggi en húsbóndinn neitað mér um bíl í verðlaun he he. Góð skemmtidagskrá og fleira og fleira.
Karlarnir voru fjótir að leiga kraft miklar vestpur og það var gaman að þvælast út um koppagrundir á þeim. Eitt kveldið fóru þeir með eldri unglinginn upp í dal og þar var kolbikasvart myrkur og svo unglingurinn fékk að njóta þess í fyrsta skipti á sinni ævi að sjá stjörnur himinsins.
Oftar en ekki var spilað á kveldin og hjóp þá kapp í suma. Svo var nottla farið út að borða eins oft og hægt var, mikið svakalega var notlegt að sleppa við eldamennskuna.Mæli með stað sem heitir OK og er rekin af íslenskri konu, frábær matur og þjónusta.
Litli Ópel eignaðist vin strax annan daginn og það kom í ljós að sá vinur býr í næstu götu hér heima hið besta mál og vonandi helst vinaátta þeirra áfram.
Yngri unglingurinn varð svo 15 ára á aðfangadag og fékk leyfi hjá mér til að fá naflalokk henni til mikillar gleði.
Það var nottla farið í sundlaugargarð, litli Ópel fór í tvo dýragarða og margt fleira gert sér til skemmtunnar en upp úr stendur samvera fjölskyldunar.
Er ákveðin í að fara aftur seinna og taka á stóra mínum þ.s flughræðslunni og fara til Afríku og þyrluflug það verður mín áskorun.

Þetta er bugalowið sem við gistum á

Gleðilegt ár. Kv Ópel